Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 38
26 VESTUR-lSLENZKT TÖNSKÁLD EIMREIÐIN Arasonar, útvegsbónda að Gesthúsum á Álftanesi, síðar bónda í Þerney og síðast til heimilis í Reykjavík. Sigurður Arason var ættaður úr Húnavatnssýslu. Helgi snikkari Jónsson, afi Sigurðar, og Guðrún kona hans, fluttust úr Þingeyjarsýslu til Reykjavíkur á fyrri hluta 19. aldar. Ættleggur Sigurðar í föðurætt er þannig: Helgi tónskáld Helga- son, Jónssonar, Sturlusonar, Jónassonar. Helgi snikkari Jónsson var bæjarfulltrúi í Reykjavík. Helgi tónskáld, faðir Sigurðar, var fæddur í Reykjavík 28. janúar 1848. Hann lærði trésmíði hjá föður sínum og fékkst við húsasmíðar. Reisti hann nokkur timburhús í bænum, sem þóttu þá veglegar byggingar, meðal annars kvennaskólann gamla, sem nú er Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Á lóð þeirri við Pósthús- stræti, sem hið mikla hús Eimskipafélags íslands stendur nú á, reisti hann verzlunarhús og rak sjálfur verzlunina. Síðar var af- greiðsla Sameinaða gufuskipafélagsins lengi þar til húsa og er reyndar enn. Húsið hefur fyrir mörgum árum verið flutt á lóð við Tryggvagötu. Helgi fékkst nokkuð við útgerð og smíðaði sjálf- ur þilskipin. Þau hétu „Stígandi" og „Elín“. Hið síðarnefnda var skírt eftir landshöfðingjafrúnni og var happaskip. Ennfremur smíðaði Helgi margar brýr yfir ár á Suðurlandi. Hann var um nokkur ár slökkviliðsstjóri í Reykjavík og átti sæti í byggingar- nefnd og niðurjöfnunamefnd. Tvisvar fór Helgi utan til Danmerk- ur, og dvaldi þar um hríð. Þar lærði hann harmoníum- og orgel- byggingu. Þegar hann kom heim smíðaði hann harmoníum, sem hlaut silfurpening að verðlaunum á iðnsýningu í Reykjavík árið 1883. Þetta var þó ekki fyrsta hljóðfærið, sem hann smíðaði, því að á fermingaraldri hafði hann smíðað sér fiðlu. Snemma beygist krókur til þess, sem verða vill. Af þessu má sjá, að Helgi hefur verið mikill atkvæða- og at- hafnamaður í bæjarlífinu á sínum tíma. En skerfur sá, sem hann lagði til tónlistarlífs og tónlistar, mun þó ávallt talinn merkastur, því að söngsaga íslands mun ávallt geta hans sem eins af braut- ryðjendum á vakningartímanum. Helgi hafði numið tónfræði hjá Rasmussen, organista við Garnison-kirkjuna í Kaupmannahöfn. Sönglög Helga eru mörg öllum landslýð kunn og hafa verið mikið sungin fram á þennan dag. Allir þekkja „Skarphéðinn í brenn- unni“, „Öxar við ána“, „Svíf þú nú sæta“, „Yfir fornum frægðar- ströndum", „Þrútið var loft“, „Nú er glatt í hverjum hól“, og eru þá mörg ótalin, því sönglög hans skipta tugum. í Kaupmannahöfn hafði Helgi lært að leika á hom hjá Balduin Dahl, hinum kunna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.