Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 54
42 FUNDUR PÁSKAEYJAR EIMREIÐIN ilja, að þau héngju í löngu bandi. Á höfðinu bera þau körfu og er hrúgað í hana hvítmáluðum tinnumolum.* Okkur var það óskiljanlegt, hvernig fólk þetta fór að því að elda mat sinn, því að enginn okkar varð var við, að það hefði nokkra leirpotta, pönnur eða ker. Hið eina, sem við komumst að, var að við sáum það grafa holu í jörðina með höndunum, leggja þar niður í stærri og smærri tinnumöl (því að aðra stein- tegund sáum við ekki). Svo safnaði það saman þurru rusli á jörðinni, lagði það ofan á mölina og kveikti í því; eftir stutta stund færði það okkur soðna fugla að eta, mjög þrifalega vafða í reyr, hreina og heita. Enda þótt við sýndum þeim þakklæti okkar með ýmsum merkjum, höfðum við nóg að gera við að líta eftir mönnum okkar, til þess að halda uppi reglu meðal þeirra og að koma í veg fyrir, að þeir dirfðust að móðga nokkurn, einnig ef til mis- klíðar kæmi, að ekki yrði ráðizt á þá að óvöru. Eyjarbúar sýndu okkur að vísu öll merki vináttu, en reynsla annarra hafði kennt okkur það að treysta aldrei Indíánum mn of, eins og rækilega er sagt frá í dagbók Nassau-flotans, sem missti 17 menn við eitt tækifæri vegna misskilinnar hjálpfýsi innfæddra manna á Terre de Feu (Tierra del Fuego). Við gátum ekki gert neina nákvæma eftirgrennslan, en álykt- uðum, að niðri í moldinni hlytu að vera stórir tinnusteinar, holir innan, sem væru með vatni í. Þegar eyjarskeggjar sjóði mat, þekji þeir vatnið steinum, kveiki upp eld á þeim og soðni svo fæðan vegna hitans, sem leggur niður, unz hún verður meyr. Það var mjög eftirtektarvert, að af kvenfólki sáum við ekki annað en tvær eða þrjár gamlar konur. Þær báru klæðnað, sem náði frá mitti og niður fyrir hné, og öðru plaggi var sveipað um axlirnar, svo að hörundið á hinum lafandi brjóstum þeirra var bert. En ungar stúlkm: og telpur var ekki að sjá innan um hópinn, svo að maður varð að ætla, að vegna afbrýðisemi hefðu *) Lýsing Roggeveens á líkneskjunum virðist sýna það, að liann hafi aldrei komið alveg að neinu þeirra, heldur aðeins séð þau úr nokkur hundruð metra fjarlægð. „Karfan", sem hann getur um, hefur eflaust verið einn af hinum kórónumynduðu hólkum úr móbergi, sem settir eru ofan á mörg af líkneskjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.