Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 26
6 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið, en gæta fullrar varúðar og hófsemi um aðra þátttöku vora út á við, strika út af listanum ýms önnur ráð — og óráð, eins fljótt og unnt er, — og standa svo við þessi heit. Og þyrfti ekki að falla frá fyrir- heitinu um nýju stjórnarráðshöllina, þótt þetta yrði gert, enda þótt gamla stjórnarráðshúsið sýnist sæmilega veglegt og ætti að geta gegnt hlutverki sínu að minnsta kosti eins lengi og hið gamla og lítt veglega „Number 10 Downing Street" gegnir sínu, svo samanburður sé gerður á Litla og Stóra í ríkjasafni veraldar vorrar. Annars eru stórmálin ekki hin sterka hlið þings og stjórnar, nú að afstöðnum alþingis- og bæjarstjórnarkosningum, liggja fremur í láginni um þessar mundir. Þannig hvílir nú værð yfir stjórnarskrármálinu, sem leysa átti upp úr lýðveldisstofnuninni 1944, en virðist enn skammt á veg komið á alþingi. Um handrita- málið heyrist harla fátt, hverju sem um er að kenna. Þar til nú, þegar þetta er ritað, að upp gýs svo furðuleg frétt og fáránleg um lausn þess, að fólk fellur í stafi af undrun, en fréttin fæst ekki opinberlega staðfest, og er því sennilega „billegt" danskt blaðagrín, enda góð sem slík. En fyrir nokkru kom út einstætt „álit nefndar, er skipuð var til rannsóknar á því, hvort ísland muni eiga réttarkröfur til Grænlands". Þetta er lítið Einstœtt kver, 167 bls. að stærð, og útgefandinn mun vera álit. Utanríkisráðuneyti íslands. Að minnsta kosti er for- máli undirritaður af þessu ráðuneyti 20. nóvember 1952 og þar skýrt frá því, að á árinu 1948 hafi Bjarni, þáverandi utanríkisráðherra, Benediktsson ákveðið að fá þrjá sérfróða menn, er tilnefndir væru af Utanríkisráðuneytinu, Hæstarétti og Laga- deild Háskóla íslands, til að framkvæma fræðilega rannsókn á rétti íslands til Grænlands. í nóvember 1948 tilnefndi svo Hæstiréttur af sinni hálfu í nefnd til þessa verks Gizur hæstaréttardómara Bergsteinsson, Lagadeild Háskóla íslands Ölaf prófessor Jóhannesson og Utanríkisráðu- neytið Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðing. Gizur Bergsteinsson skýrir frá því í eftirmála, að hann hafi lokið við að semja álitsgerð um málið í dezember 1951, en síðan hafi hinir nefndarmennirnir haft hana til lestrar og borið saman við athuganir sínar, og telja þeir sig sammála efnisniðurstöðum hennar: „að ekki sé fyrir hendi nægilegur grundvöllur fyrir réttar- kröfum af hálfu íslendinga til Grænlands". Starfsaðferðir nefndarinnar virðast hafa verið einna líkastar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.