Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Side 32

Eimreiðin - 01.01.1954, Side 32
12 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreiðin Breta gagnvart íslendingum í fiskifriðunarmálinu og er því fróð- leg fyrir okkur. Síðan er því lýst, að líklega muni íslendingar draga eitthvað úr sínu „síðasta orði", sem brezka stjórnin tók á móti í apríl 1953, þar sem því er lýst yfir af íslendinga hálfu, að þeir séu reiðubúnir að leggja málið fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag, ef aflétt verði löndunarbanninu. Þeir halda víst, að þeir geti látið sér nægja þá markaði, sem völ er á, að minnsta kosti í tvö ár enn. En um það efast höfundurinn og telur heimskulegt að van- meta jafn dýrmæta og óbætanlega sölumöguleika og brezki mark- aðurinn hafi að bjóða. Jafnvel þó að brezka stjórnin féllist á, að málið færi fyrir dómstólinn í Haag, þá myndi málarekstur þar taka svo langan tíma, að íslenzkur fiskur yrði gleymdur í Bret- landi, týndur og tröllum gefinn, um það leyti að dómur félli. En er nú ekki ástæða til þess fyrir Breta að taka tillit til þess, að fiskur er eina verulega útflutningsvaran, sem íslendingar eiga til þess að kaupa fyrir þær nauðsynjar, sem hverri þjóð er þörf á til þess að geta lifað? Þessari spurningu svarar höfundurinn svo: „Það er óþarfi að spyrja svona í Bretlandi, þar sem hver máls- metandi maður er dag hvern að leitast við, frammi fyrir sjálfs sín samvizku, að finna upp ráð til þess að hjálpa bágstöddum þjóðum. Reynsluleysi í stjórnkænsku („diplomacy") hefur komið íslendingum til að taka ákvörðun, sem útilokar öll viðskipti." Það þarf ekki að taka fram, að höfundurinn er hér ekki að gera að gamni sínu, honum er fullkomin alvara. En það má höf- undurinn eiga, að hann er algerlega á móti þeirri tillögu, sem komið hefur fram, að Bretar sendi togaraflota sinn inn í íslenzka landhelgi undir vernd brezkra herskipa. Honum finnst ekki ná nokkurri átt, að brezki flotinn fari að leggja til atlögu við þjóð, sem sé helmingi fámennari en Grimsby. Að lokum segir höfundurinn, að íslendingar verði að gera sér Ijóst, að það sé ekki í óhag nokkrum brezkum manni, þó að ís- lenzkur fiskur sé bannfærður þar í landi. Bretland getur verið algerlega án hans. Aðrar erlendar þjóðir keppa að því að ná í brezka markaðinn, og þær eru velkomnar, ekki sízt Þjóðverjar. En ísland þarf um fram allt á brezka markaðnum að halda. Þess vegna á ísland að endurskoða gerðir sínar í málinu, færa tak- markalínuna inn aftur, í stað fjögra sjómílna línunnar frá yztu annesjum, eyjum eða skerjum og þvert fyrir minni flóa og fjarða, svo sem ákveðið er með reglugerðinni frá 19. marz 1952.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.