Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 34

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 34
(Finnsk saga) eftir Paavo Fossi. Úti á harðbalanum hjá mýrarfætinum voru menn að verki. Þeir voru að grafa upp gamlan dauðra manna haug. Ára- tugir voru liðnir síðan haugur þessi hafði verið orpinn. Og tíminn hafði jafnað hann við jörðu. Einn grafaranna, Jóhannes, hafði verið viðstaddur, þegar haugurinn var orpinn. Síðan voru nú liðin þrjátíu ár — löng ár, orðin til úr sekúndum, mínútum, klukkustundum og dög- um, — ótal örfleygum stundum hins liðna-----------. Oft hafði Jóhannes í barnæsku hugsað um tímann, ör- skotsstundirnar, sem þjóta framhjá eins og leiftur. Stund- um fór hann allt í einu og upp úr þurru að hugsa eitthvað á þessa leið: Á þessu augnabliki stend ég hér, sé greinarnar á trénu þarna bærast, ég ber hönd fyrir augu, heyri þytinn í vindinum, — hér er ég nú, en áður en varir er ég hér ekki lengur. Tíminn hefur þotið framhjá, og nákvæmlega þetta augnablik kemur aldrei aftur. Og nú er Jóhannes orðinn roskinn maður, — sem enn lifir áfram ótal örfleygar stundir, sem allar skilja hann eftir eldri og reyndari en áður. Það á að flytja líkin úr gröfinni og jarða þau í vígðum reit. Grafararnir vinna verk sitt hljóðir, Jóhannes einnig — og hugsar um nóttina fyrir þrjátíu árum, meðan hann var að grafa, — nóttina náköldu, þegar fjöldagröfin var tekin í freðnum mýrarfætinum. Hann virðir fyrir sér leifarnar af moldarbarðinu, sem hann stóð undir, þaðan sem hann fylgd- ist með öllu, sem fram fór og hugsaði: Það er hér, á þessum stað og stundu, sem ég lifi og lít allt, er gerist-------- Síðan hafa árin liðið. Og nú er hann að verða gamall maður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.