Eimreiðin - 01.01.1954, Side 34
(Finnsk saga)
eftir Paavo Fossi.
Úti á harðbalanum hjá mýrarfætinum voru menn að verki.
Þeir voru að grafa upp gamlan dauðra manna haug. Ára-
tugir voru liðnir síðan haugur þessi hafði verið orpinn. Og
tíminn hafði jafnað hann við jörðu.
Einn grafaranna, Jóhannes, hafði verið viðstaddur, þegar
haugurinn var orpinn. Síðan voru nú liðin þrjátíu ár — löng
ár, orðin til úr sekúndum, mínútum, klukkustundum og dög-
um, — ótal örfleygum stundum hins liðna-----------.
Oft hafði Jóhannes í barnæsku hugsað um tímann, ör-
skotsstundirnar, sem þjóta framhjá eins og leiftur. Stund-
um fór hann allt í einu og upp úr þurru að hugsa eitthvað
á þessa leið: Á þessu augnabliki stend ég hér, sé greinarnar
á trénu þarna bærast, ég ber hönd fyrir augu, heyri þytinn
í vindinum, — hér er ég nú, en áður en varir er ég hér ekki
lengur. Tíminn hefur þotið framhjá, og nákvæmlega þetta
augnablik kemur aldrei aftur.
Og nú er Jóhannes orðinn roskinn maður, — sem enn
lifir áfram ótal örfleygar stundir, sem allar skilja hann eftir
eldri og reyndari en áður.
Það á að flytja líkin úr gröfinni og jarða þau í vígðum
reit. Grafararnir vinna verk sitt hljóðir, Jóhannes einnig —
og hugsar um nóttina fyrir þrjátíu árum, meðan hann var
að grafa, — nóttina náköldu, þegar fjöldagröfin var tekin
í freðnum mýrarfætinum. Hann virðir fyrir sér leifarnar af
moldarbarðinu, sem hann stóð undir, þaðan sem hann fylgd-
ist með öllu, sem fram fór og hugsaði: Það er hér, á þessum
stað og stundu, sem ég lifi og lít allt, er gerist--------
Síðan hafa árin liðið. Og nú er hann að verða gamall maður.