Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 36

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 36
16 ÖRFLEYGAR STUNDIR EIMBEIÐIN og kjökrar af ótta og einstæðingsskap. Það er komið fram á nótt, og litla járnbrautarstöðin í sveitarþorpinu er svo auð og tómleg. Ljósker hangir á staur við pallinn og sveifl- ast til fyrir storminum, og meðfram brautarsporunum glittir í daufar týrur, eins og úr órafjarlægð. Jóhannes hugsar með sér: Nú er ég hér kominn, á þessari stundu, og þarna uppi hangir Ijóskerið, einmitt núna--------. Á nóttinni er enginn hér á stöðinni. En stóri bróðir ætti að vera hér einhvers staðar nálægt. Mamma hafði sagt, að fangarnir hefðu verið fluttir á brautarstöðina. Mamma hafði líka sagt, að ekki færu hermennirnir að leggjast svo lágt að skjóta lítinn dreng, að minnsta kosti ekki ef hann tæki ofan húfuna og hneigði sig kurteislega. Loks kemur maður með byssu um öxl út úr myrkrinu. Þar er víst kominn einn af þeim, hugsar Jóhannes skelfdur. En svo herðir hann upp hugann. Varla finnst þeim nú taka því að fara að skjóta svona lítinn dreng--------. „Er Villi Vuoristo hér?“ spyr Jóhannes, skjálfandi á bein- unum og tilbúinn að taka til fótanna, en hneigir sig þó, eins og mamma hafði sagt honum. Maðurinn horfir á hann lengi og segir svo loks: „Hvað er að sjá þetta! Svona lítill aumingi einsamall hér úti um hánótt! Ertu ekki hræddur um að úlfarnir éti þig eða „slátrararnir" skjóti þig?“ Jú, Jóhannes er hræddur, en hann reynir að brosa kurteis- lega og segir: „Nei, ég er ekki hræddur. En ég er hérna með mat og nýja sokka handa honum Villa Vuoristo. Mamma bað mig að fara með þetta til hans. Getur ekki herrann sagt mér, hvar Villi er?“ „Villi Vuoristo?" segir skotliðinn. „Jú, ég held, að einhver með því nafni sé í áhaldaskálanum bak við garðinn. En heyrðu nú, drengur minn, Villi þarfnast ekki lengur matar og heldur ekki nýrra sokka. Hann er einn hinna dæmdu, og í nótt----------, jæja, jæja, hvað sem um það er, þá ættirðu nú að flýta þér heim og bera kveðju frá Villa.“ „En mamma sagði, að ég ætti að fá Villa þetta,“ segir Jóhannes með grátstaf í kverkunum. Maðurinn hugsar sig um og er þungbúinn á svip. Jóhannes
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.