Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 37

Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 37
EIMREIÐIN ÖRFLEYGAR STUNDIR 17 bíður og skotrar augunum flóttalega til byssunnar. Það er með byssum eins og þessari, sem menn drepa hverjir aðra úr löngu færi. Og aftur hugsar drengurinn um, að eitt slíkt augnablik sé að nálgast og horfir á byssuna. En fyrir stundu teit hann á ljóskerið eitt augnablik, sem nú er liðið hjá. »,Gott og vel,“ segir maðurinn loksins, „þú getur fengið Villa böggulinn. Komdu með mér.“ Þeir ganga þvert yfir teinana og þrönga brautarsviðið. Jóhannes kemur auga á skálann, þar sem áhöld stöðvarinn- ar eru geymd. Hann sýnist hrörlegur álengdar, og Jóhannesi finnst hann ömurlegur. Hermaður stendur á verði við dyrn- ar- Hann segir við förunaut Jóhannesar: „Engum manni er leyft að fara inn til fanganna." „En þetta er ekki maður, þessi litli angi. Getum við ekki lofað honum að færa Villa mat og sokka?“ ,,Jæja,“ segir varðmaðurinn og lætur undan. „Svona anga er nú reyndar varla hægt að kalla mann. Lofum honum að fara inn með böggulinn. Annars verða þeir kallaðir út eftir hálftíma. Hver veit nema böggullinn komi sér vel fyrir Villa? Hann á langa leið fyrir höndum.“ Maðurinn opnar dyrnar, og Jóhannes gengur hikandi inn. Tylft manna húkir á strigadúk, sem breiddur hefur verið á skálagólfið. Þeir hrökkva við, þegar dyrnar opnast, og stara -stórum augum á komumenn. En hermennirnir loka dyrunum að baki Jóhannesar, og föngunum léttir. Frá rafmagnsperu, sem hangir niður úr loftinu, skín skær birta í augu Jóhannesi, svo að hann fær í fyrstu ekkert Sreint. En þegar augu hans hafa vanizt Ijósinu, sér hann óhreint fjalagólfið, járngrindurnar fyrir gluggunum, sem eru uppi undir þaki, tjargaða segldúkana, sem hanga á bitunum, skóflur og járnkarla, sem raðað er í einu horni skálans. Og Þarna húka fangarnir á strigaábreiðunni. Þarna þekkir hann Feijonen, bóndann á næsta bæ, og Juvonen, sem er vanur að syngja, þegar hann er að vinnu með öðrum, svo að hún gangi betur. Þessir báðir eru við aldur, hinir allir ungir menn. En hvar er Villi? Jú, þarna er hann úti við vegginn. Hann órúpir höfði og felur andlitið í höndum sér. Villi þekkir stígvélin hans, sem Heikki skóari smíðaði honum. Enginn 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.