Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 38
18 ÖRFLEYGAR STUNDIR eimreiðin getur gert önnur eins stígvél og Heikki. Þau eru auðþekkt alstaðar. Jóhannes vill þó vera viss í sinni sök og spyr: ,,Er Villi Vuoristo hér?“ Nú hrekkur Villi við, réttir úr sér og starir á drenginn. „Jóhannes! Hvað ert þú að gera hér?“ „Mamma bað mig að færa þér þenna matarbita og þessa nýju sokka.“ Jóhannes réttir Villa böggulinn. „Mat og nýja sokka!“ skríkir lítill maður með rottusvip og grípur fyrir munninn, svo sem til að bæla niður hlátur. Stóri bróðir heldur á bögglinum og starir með undarlegum svip á Jóhannes. Svo fer hann um böggulinn fálmandi hönd- um til þess að opna hann, lítur á brauðið, ostinn, nýju ullarsokkana, sem mamma hefur prjónað. Hinir gægjast for- vitnir, og aftur heyrist skríkja í litla manninum með lófann /yrir munninum: „Sko gömlu konuna! Sú lítur, svei mér, eftir honum Villa sínum! Farðu nú, ljúfurinn, og segðu henni mömmu þinni, að Villi hennar fari bráðum að tína sóleyjar á eilífðarenginu!“ Mennirnir verða reiðilegir á svipinn, hrinda litla mann- inum frá, og skríkjurnar í honum þagna. En hann reynii’ aftur: „Jú, sko til! Villi á nefnilega von á vænum skammti af blýi í belginn, skilurðu---------!“ En hinir hafa engan tíma til að hlusta á fyndni litla manns- ins. Reijonen skipar honum að þegja, og hann steinþagnar, nema hvað hann skríkir lágt í lófa sinn öðru hvoru. En nú rennur upp fyrir Jóhannesi hræðilegur grunur, og hann tekur að skjálfa, tennurnar glamra í munni hans. Hann berst við grátinn, en reynir að harka af sér. Hann vill ekki, skal ekki láta mennina sjá, að hann sé hræddur, svo að hann læzt ekki skilja neitt. En um hug hans þýtur með leifturhraða: Þetta er að gerast nú, þarna eru áhöldin uppi við vegginn, lampinn kastar skugga á stígvélin hans Villa, — og Villi á að deyja------------. Úti hvín ömurlega í símaþráðunum, eins og vant er á einmanalegri járnbrautarstöð, en nú hvín óvenjulega hátt í þeim, ýlandi og ískrandi, eins og afspyrnurok sé í aðsigi-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.