Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 43

Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 43
EIMREIÐIN ÖRFLEYGAR STUNDIR 23 gleymd. Brátt er frostlagið klofið og því rutt brott, en undir því tekur við ófreðin moldin. Mennirnir skipta um tæki. 1 stað járnanna koma rekumar, og moldinni er mokað burt. Föngunum er orðið funheitt, og þeir vinna eins og víkingar. Brátt eru þeir komnir niður úr moldarlaginu, og nú grafa t>eir niður í þykkt, bláleitt leirlagið. Gröfin dýpkar fljótlega. Jóhannes sér nú rétt ofan á kollana á gröfurunum, frá felu- stað sínum bak við barðið. Svo hverfa kollarnir einnig, en hann sér í staðinn, hvernig fullum skóflum af leir er hent UPP úr gröfinni, til merkis um, að mennirnir séu enn að grafa. Nú er víst stundin komin, sjálft úrslitaaugnablikið, hugsar Jóhannes, kvíðinn og skjálfandi bak við barðið. En augna- hlikin líða hjá, og enn dýpkar gröfin. Loks er hún fullgerð. Hermennirnir rétta föngunum hjálp- arhönd og draga þá upp, og nú sitja þeir á grafarbarminum °g kasta mæðinni. „Þetta var erfitt verk,“ segir Reijonen. ,,Nú væri gott að fá að reykja.“ Hermennirnir flýta sér að leita í vösum sínum, ná í vindlinga °g bjóða föngunum. Það er kveikt í, allir reykja þögulir og horfa hver á annan. Maðurinn með skammbyssuna virðist ®tla að segja eitthvað, en hættir við það, veifar hendinni °g fer líka að reykja. Jóhannes sér brennandi vindlingana lýsa í munnvikjum mannanna, og allt er nú svo kyrrlátt og friðvænlegt, að honum verður léttara í skapi, og óttann Isegir. Auðvitað fara þeir allir heim á stöðina aftur. Auðvitað hefur þessi gröftur ekki verið annað en æfing. Þá heyrir Jóhannes fyrirliðann bölva í lágum hljóðum. Langarnir og hermennirnir líta hver á annan. „Þið hafið fengið þarna ágætt tóbak,“ segir Reijonen. „Það var hressandi að fá vindling eftir allt erfiðið. Þökk!“ Hermennirnir eru órólegir, og einn þeirra segir: „Þið megið ekki hugsa með heift til okkar, piltar. Við vildum þetta ekki, — en þið heyrðuð dóminn. Kannske eru dómararnir þarna fyrir handan annars sinnis en hér og vogarskálar réttvísinn- aðrar þar en hér. Hugsið því ekki of illa til okkar, pilt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.