Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 46
26
ÖRFLEYGAR STUNDIR
EIMREIÐIN
eru aftur heim til stöðva sinna. En för stóra bróður og félaga
hans finnast hvergi, — þau liggja á leyndum slóðum.
Stóri bróðir og félagar hans eru niðri í gröfinni undir
moldarhaugnum.
Jóhannes grætur hástöfum, þýtur að gröfinni og reynir
að grafa með höndunum í nýorpna moldina, sem þegar er
farin að frjósa. * * * *
Þetta gerðist um nótt snemma vors. Aðrar nætur og aðrir
dagar höfðu fylgt í far hennar, orðið að árum og áratugum,
örskotsstundir höfðu runnið upp, liðið hjá, og aðrar tekið
við af þeim. En nú koma þessar stundir aftur. Stóri bróðir
og félagar hans liggja nú þarna. Reijonen heldur krepptum
hnefa um tóman eldspýtustokk. Og á fótum stóra bróður
getur að líta stóru stígvélin, sem lyftust og féllu á helgöng-
unni. Innan undir þeim eru nýju sokkarnir, sem mamma
heitin prjónaði. Hann, litli bróðir, er orðinn gamall maður,
en stóri bróðir er ennþá tvítugur----------------.
Jóhannes veit varla sitt rjúkandi ráð. Hann þreifar um
andlit sér og horfir á knýttar hendur sínar. Hann er orðinn
gamall maður. En stóri bróðir er ungur, kominn úr tilveru-
leysi tímans, — frá löngu liðinni örskotsstund-------------------.
Jóhannes verður að láta aftur augun til þess að komast
til sjálfs sín, vakna aftur upp í nútímanum. Nei, nú er hann
ekki lengur undir barðinu, vornóttina köldu fyrir löngu síðan.
Stóri bróðir er kominn úr tilveruleysi timans, og sólin skín
á andlit hans aftur eftir þrjátíu ár.
Þarna lágu þeir allir með tölu, og mildur friður hvíldi
yfir ásjónum þeirra. Jóhannesi fannst eins og þá langa til
að brosa og segja:
„Jarðlífið er aðeins örskotsstundir, jafnvel þegar það er
sem kvalafyllst. Sorg og gleði, sigurvíman jafnt og sár von-
brigðin, allt er þetta aðeins hverful mýraljós, örsnögg leiftur
á sæ eilífðarinnar. Ekkert er óskeikult og ævarandi nema
eilífðin ein----------
Sv. S. þyddi.
[Með alþjóða-einkarétti. Öll réttindi áskilinl.