Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Side 53

Eimreiðin - 01.01.1954, Side 53
eimreiðin Á HIMBRIMA-SLÖÐUM 33 andavarpið á þessum slóðum, og sáum við þá himbrimann liggja a andareggjunum. Að hæfilegum tíma liðnum komu ungarnir 1 ljós, og önnuðust himbrimarnir þá sem sína eigin unga, og fylgdust öll að fram eftir sumri. Þó býst ég við, að skilnaður hafi orðið síðar, er ungarnir stækkuðu, þar sem tegundir þessar eru svo ólíkar, og mikil anda-mergð á Mývatni. Ég hef áður drepið á, að himbriminn sé mjög var um unga sína, og sé vissara að vera þá eigi of nærgöngull honum. Eitt sinn þurftum við tveir saman að fara með bát út á milli hólm- anna tveggja, og var aðeins mjótt sund á milli þeirra. Vissum við, að þetta myndi ekki ganga hljóðalaust, enda varð sú raun- m á. Voru það engin „ástaljóð“, er þá voru kveðin yfir okkur! Pyrst fóru fullorðnu fuglarnir í kaf og komu síðan upp aftur rétt við bátshliðina, risu síðan alveg upp á vatninu, tróðu mar- vaðann og stöppuðu niður hinum breiðu sundfitum sínum, böðuðu vængjunum og æptu og öskruðu, svo að útyfir allt tók, °g er þau sáu ungana nálgast bátinn, færðu þau þá óðar í kaf, svo að við óttuðxmist, að þau myndu drekkja þeim, þvi að þeir máttu alls ekki sjást á yfirborði vatnsins! Þannig hömuðust fuglahjónin og æptu, meðan við vorum að kornast gegnum sundið. Sé hugsanlegt, að nokkur fugl geti kveðið mönnum rammagaldur, þá var okkur sannarlega gert það þessa stundina! En við stóðumst raunina og héldum áfram okkar leið. Margt fleira mætti segja um þessa vini mína í hólmanum, °g hef ég aðeins brugðið hér upp nokkrum skyndimyndum af fugli þessum og „ljóðum“ hans.--------- Nokkrum árum síðar, er við bræður áttum heima í Mjóanesi við Þingvallavatn, var ég á ferð á báti í logni og mesta blíð- skaparveðri. Þegar ég var kominn langt vestur á vatnið, sé ég hvar hópur himbrima er spölkorn frá mér. Dettur mér þá í hug að hafa skemmtun nokkra af þeim, hætti róðri og grúfi mig niður í bátinn og fer að kalla til þeirra. Taka þeir von bráðar Undir, og kemur síðan allur hópurinn brimandi og stefnir á hátinn. En er þeir eiga skammt eftir, nema þeir staðar, en halda þó áfram hjali sínu, og gat ég haldið þeim þannig dálitla stund, unz ég reis upp í bátnum. Hurfu þeir þá allir samstundis hljóða- faust í djúpið, og sá ég þá ekki síðan. Mikið var um himbrima á Þingvallavatni á þessum árum, 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.