Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 56

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 56
36 UNGVERSKAR BÓKMENNTIR eimreiðin blómasöngvarnir svonefndu, sem nutu mikilla vinsælda alþýðu, en þetta voru ástasöngvar og -Ijóð, sem ásamt sögnum, ýmist þýddum eða stældum eftir erlendum, einkum ítölskum fyrirmynd- um, ruddu sér til rúms um allt landið og áttu marga aðdáendur, enda þótt klerkdómurinn hefði horn í síðu þeirra og teldi siðspill- andi. Fyrsta ljóðskáld Ungverja, sem orti kenndarljóð, var Valentine Balassa (1551—1594). Hann var lærisveinn ítalska skáldsins Petr- arca og þýddi sum ljóða hans. Balassa var mikill ævintýramaður, og var ævi þessa aðalsmanns æði stormasöm. Hann varð fyrir vonbrigðum í ástum, því að heitmey hans giftist öðrum manni. Síðar giftist Balassa frænku sinni, var ákærður fyrir sifjaspell og skildi þá við konuna og fór af landi burt, en kom heim aftur og féll í orrustu. Ljóð hans náðu miklum vinsældum í Ungverja- landi, héldust vinsældir þeirra fram á 19. öld, og gerðust margir til að stæla þau. Á tímabilinu 1606—1772 jók Habsborgar-ættin völd sín í Ung- verjalandi og vann mikilvæga sigra á Tyrkjum, sem Ungverjar áttu sífellt í höggi við. Habsborgarar vildu gera Ungverjaland aftur katólskt og nutu í þeirri viðleitni mikilvægs styrks frá Peter Pázmány kardinála, sem lét þýða Biblíuna fyrir katólska menn á ungversku, og kom sú þýðing út árið 1626. Fyrirrennarar rómantísku stefnunnar í Ungverjalandi, á tima- bilinu 1772—1825, urðu íyrir áhrifum frá frönskum, ítölskum, grískum, enskum og þýzkum bókmenntum samtíðarinnar, og komu þýðingar á verkum eftir Shakespeare, Moliére, Lessing, Herder, Goethe, Schiller o. fl. út á ungversku, jafnframt því sem ungversk skáld urðu snortin af frelsishreyfingum Vesturlanda, svo sem stjórnarbyltingunni frönsku og frelsisstríði Ameríkumanna, eins og kom fram í ritum þeirra, bæði bundnu máli og óbundnu. Meðal þessara manna var skáldið Francis Kazinczy, sem vann brautryðj- andastarf í ungverskum bókmenntum og átti allra manna mestan þátt í því að endurskapa ungverska tungu og gera hana að nýju bókmenntamáli. Hann varð leiðtogi landa sinna á þessu sviði, þýddi á ungversku sum höfuðrit vestrænna stórskálda og var auk þess sjálfur frumlegt og skapandi skáld. Bókmenntastefna hans og fylgjenda hans hafði djúptæk áhrif á þróun ungverskra bók- mennta á 19. öld. Vinsælasta Ijóðskáld Ungverja frá þessu tímabili er Alexander Kisfaludi (1772—1844), sem orti mjög fögur ástaljóð, er tóku öllu öðru fram, sem til var fyrir í þeirri grein ungverskra bókmennta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.