Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 70
50 UM ÞJÓÐSÖGUR eimreiðin Til eru nokkur umburðarbréf frá sóknarpresti Galdra-Möngu, séra Þorvarði Magnússyni, er meðal annarra hafði fremur hvatt en latt brennslu föður hennar, og er á þeim bréfum að sjá, að sá gamli sálusorgari hafi frekar verið farinn að sjá sig um hönd og að minnsta kosti ekki talið Margréti hættulega galdranorn: í Jesú nafni. í nafni guðssonar svara ég svo upp á kristilegt efni, að ég trúlofa því öllum mínum vinum og velgjörðamönnum, að ég vil enga ásókn veita né veita láta Margréti Þórðardóttur, hvorki af mér né mínu sóknarfólki, heldur skal mér gleði vera öllum þeim, sem henni liðsinna og gott til leggja, svo hún megi opinberlega hjá frómu fólki augljóslega um gangast, það er í einu orði skal talað og skrifað vera, að ég og mitt sóknarfólk skulum aldrei þessa Margréti sturla eður til ills ýfa. Biðjum vér hana, að allir vér séum bræður og systur í guði, bæði í lífi og dauða, fyrir drottin vorn Jesúm Kristum. Amen. Þorvarður Magnússon með eigin hendi. Það skal vera gert, sem guð sjálfur hafði við mig talað og mér ráðið, sem ég trúlofa um Margréti Þórðardóttur, og áður er skrif- að. Guð gefi henni frið, sem ég vil sjálfur hafa í Jesú nafni. Geri hún sjálf svo vel, sem mitt sinni þekkir og allt gott fólk. For- þenkið mig ekki um neitt fals né svik upp héðan, að ég verði ei trúr fundinn í greindu efni, og ég skil allra guðs barna góða um- hyggju. Þorvarður Magnússon m. e. h. Það er mín auðmjúk umbeiðni, að Margrét Þórðardóttir vilji mér og öllum mínum vinum og vandamönnum svo vel sem ég og mínir skulum henni vilja, hver um sig. Séum með hreinum hug og hjarta innbyrðis, svo mun allt það vonda frá því líða fyrir þess guðs tilhlutun, sem hjörtun rannsakar. Þ. M. m. e. h. Guð almáttugur faðir allrar miskunnsemdar, hver að elskar allt, það hann hefur skapað og sérdeilis mennina, sem hann hefur til eilífs lífs fyrirhugað fyrir það blóðuga, dýrmæta offur, sinn elsku- legan son Jesúm Kristum, vorn frelsara, hann vill ekki, að nokkur fortapist, heldur fái og hreppi stundlegt farsælt líf og síðan eilíft líf. Hann veit og bezt, að ég, hans bersyndugasti þræll, vil þar til hjálpa, bæði mér og öllum mínum bræðrum og systrum, hvar og í hverju það ég fæ mér við komið. Því sé það öllum góðum, guð- hræddum mönnum vitanlegt, að mig sturlar það, að sú frávikna manneskja úr minni sókn, Margrét Þórðardóttir, kemur ekki til leiðréttingar við guð og menn. Því er nú guðhræddum mönnum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.