Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 73
EIMREIÐIN
UM ÞJÓÐSÖGUR
53
bjarnarsonar, er lagði fram tuttugu tugi stórhundraða í fasteign-
um og lausfé til bús þeirra. En fyrir verzlun við Hollendinga, sem
Páll var eitthvað viðriðinn, en þetta var á háeinokunartímanum,
Var hann dæmdur frá embætti og eignum árið 1680. Konungur
linaði þó hegninguna, að því leyti, að Páll skyldi eftir amtmanns-
alyktun borga til Bessastaðakirkju drjúga fjárhæð og skila til
kóngs umboðsmanns „öllum kostulegustu skinnbókum og handrit-
um, er fyrirfinndust og fengist kynnu í hans sýslum“. Giltu þessi
sömu ákvæði einnig í öðrum landshlutum: „að safna skyldi um
Island allt þeim beztu og kostulegustu skinnbókum og handritum,
er þar væri að finna og fengist gætu til kaups eða gjafa til handa
óanakonungi".
Þessi bóka- og handritasöfnun til handa Danakonungi varð vel
111) og safnaðist mikið af fágætustu handritum, hrein konungs-
gersemi. Stóð söfnunin yfir í tvö ár, til haustsins 1682, að margir
hestburðir úrvals skinnbóka og handrita voru sendir út til Dana-
konungs með Höfðaskipi (Spákonufellshöfða). Mælifellsannáll
segir frá þessu með eftirfarandi orðum: „Var mælt, að eigi hefði
1 mörg ár ríkara skip siglt af íslandi." Þetta „ríka“ skip týndist
a útleið með öllum farmi og fólki, þar á meðal nokkrum íslenzk-
Um farþegum, og var sonur Þorleifs Kortssonar, þess illræmda
galdrabrennara, þeirra á meðal.
Konungsskuggsjá Galdra-Möngu hefur þó ekki verið með í þess-
aru farmi, því að hún kemur fram 20 árum síðar í handritasafni
Arna Magnússonar í Kaupmannahöfn. í eldhafinu mikla, skömmu
eftir dauða Galdra-Möngu, þegar mikill hluti Kaupmannahafnar
hrann 1728, og stór hluti Árnasafns fórst i eldinum, segir vest-
fírzk þjóðsaga, að fjörgömul kona hefði sést koma með bók út
úr bálinu. Konan hvarf, en bókin lá eftir og reyndist vera Kon-
ungsskuggsjá Þórðar galdramanns, þess er brenndur var, föður
Galdra-Möngu, sem nú í annað sinn var að bjarga bók föður
síns frá eldinum. En Árni Magnússon fékk bókina frá Snæbimi
Pálssyni (Mála-Snæbirni), er var sonur Páls sýslumanns í ísa-
f jarðarsýslu, sonar Torfa prests á Kirkjubóli, þess sama, er Galdra-
Manga gaf Skuggsjárhandritið. Árni Magnússon hefur sjálfur
skrifað á bókina: „Snæbjörn Pálsson sagði mér á Alþingi 1702,
að ég mætti bíhalda því“ (þ. e. handritinu). Innan í þessu ein-
laki Konungsskuggsjár stendur skrifað á „spássíu", „að séra
Torfi hafi fengið bókina til eignar frá erfingjum Þórðar Guð-
hrandssonar í Munaðamesi hinn 4. marz 1664.