Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Side 76

Eimreiðin - 01.01.1954, Side 76
56 UM FENGITÍMANN EIMREIÐIN var ekki þeim lík, því að milli okkar var tekinn að flögra ásta- guðinn með örina á lofti, og prakkarinn litli sleppti engu tæki- færi til að hitta beint í mark. I viðbrögðum okkar Chavivu gætti þeirrar orkuþrungnu þenslu, sem leggur í hvert orð og atlot eitthvað tvírætt, er túlka megi á ótal vegu. Þegar ég var í návist hennar, var sem umhverfið hlæðist rafmagni í háspennu, og um loftið þutu leiftursnöggt rafsegulstramnar, svo að sindraði af um æðar manns og taugar. Ég varpaði um höfuð mér og háls hvíta, arabiska vefjarhett- inum, Kjefiyeh, sem þeir kalla svo, og sagði: „Við skulum koma!“ Þögulir fikuðum við okkur áfram krákustígana yfir klettana, út að matskálanum, sem ljómaði allur upplýstur, eins og viti framundan í myrkvuðu þorpinu, þar sem flestir voru enn í fasta svefni. Chaviva sat við borðið, eins og drottning í hásæti sínu. Nætur- vakan hafði sýnilega ekki haft hin minnstu áhrif á útlit hennar eða þreytt hana, því að hún var hlaðin ferskum þrótti. Á höfðinu bar hún bláa skýlu, hellti kaffi í krús, ýtti henni yfir til mín og sagði: „Gerðu svo vel, þarna er brauð og smjör á diskinum, borðaðu eins og þig lystir.“ „Þú ert dásamleg, Chaviva,11 sagði ég og bætti svo við óskyldri athugasemd: „Hvernig stendur á því, að kaffi bragðast mér aldrei betur en úr krús?“ „Það veit ég, svei mér, ekki,“ svaraði Chaviva og hellti aftur í ki’úsina með yndisþokka, eins og þar færi sjálft goðið Gany- medes. „Furðulegt!“ sagði ég. „Veiztu það annars, Chaviva, að þú ert óviðjafnanlega yndislegt blóm, fágætt og fagurt afbrigði, átt ekki neinn þinn líka innan um tugþúsundir tegunda, — mjúk, eins og rós án þyrna. Það er sama hvar við þig er komið, —- alls staðar ertu jafn áfeng og mjúk.“ „Svona, láttu mig vera,“ sagði hún og hvarf inn í næsta her- bergi. Ég yppti öxlum, skolaði niður síðasta brauðbitanum með kaff- inu, greip skammbyssuna — til vara, ef einhverjir Arabar kynnu að vera að flækjast í grenndinni, og gekk upp til fjárbyrgjanna,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.