Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 78
58 UM FENGITÍMANN eimreiðin að hverri af annarri og greip þétt um þær með framlöppunum. 1 þessum aðförum varð svipur hans lostinn uppmálaður. Dýrsleg frygðin logaði úr rauðum, blóðhlaupnum augunum, og skepnan varð öll á valdi hins ofsalega æsings. Ég hrökk upp við mjúklátan hlátur að baki mér og sneri mér snöggt við. Það var Chaviva, sem komin var og horfði með fullkomnu hispursleysi og af áhuga á aðfarirnar. Harm er dá- samlegur þessi hæfileiki náttúrubarnsins til að láta sér aldrei bregða, hvernig sem ástatt er. Ég öfunda það af hinum leiftur- snöggu viðbrögðum, sem minna á mýkt tígrisdýrsins. Þessi öfund mín er skyld öfund tamins húsdýrsins gagnvart villtum dýrum. „Ætlarðu nú að fara að sofa?“ spurði ég. „Það væri réttast af mér,“ svaraði hún í tvíræðum tón, „en annars var nú Michael að biðja mig að koma með sér að synda bráðum," bætti hún við, og ertnin leiftraði úr augum hennar, sem voru tinnusvört og skutu gneistum eins og kristallar i skini báls. „Bíddu við,“ sagði ég og bar ört á, „hvernig væri að koma ofan eftir til mín, þangað sem ég borða hádegisverðinn minn? Þar er svalt og notalegt — við lindina undir trjánum, og þar vaxa villtar vinþrúgur og epli, og þar getum við verið ein og útaf fyrir okkur.“ Og ég gerist svo djarfur að leggja handlegginn yfir um mitti hennar. En hún vindur sér undan, og augun verða enn dekkri en áður. „Eins og rós, — með þyrnum þó!“ sagði hún og var horfin. Fjandinn hafi það! hugsa ég. Fjandinn hafi drambið í þessari þjóð! Fjandinn hafi kvenfólkið! Fjandinn hafi í mér engil- saxneska roluskapinn! Fjandinn hafi fótaferðina á mér fyrir allar aldir! Fjandinn hafi rollurnar! Fjandinn hafi þetta allt! Og ég sneri mér aftur að hrútnum, tók frá ærnar, sem hann hafði fundið, og flutti hann sjálfan, másandi og of uppgefinn til þess að berjast lengur um, inn í króna hans aftur. Já, mér var þungt í skapi, meðan ég var að leysa pokann af honum. Ég er alveg eins og þú, — ævinlega sama karldýrið með lendadúkinn, en sá lendadúkur skýlir ekki minni augljósu ergi. Hann er eins og hörð nærskorin skýla, hamur til að bæla niður rótgrónar hvatir, sem mitt engil-saxneska upplag varnar útrásar að eðlilegum hætti. Þegar ég er með þessari stúlku, haga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.