Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Qupperneq 80

Eimreiðin - 01.01.1954, Qupperneq 80
60 UM FENGITÍMANN f.imreiðin því að rása frá hjörðinni, hættu fljótlega þeim leik. Síðan leiddi ég allan hópinn, í hægðum mínum, til þess að þreyta hann ekki, að lindinni í skugga trjánna. Þar sulgu kindurnar í sig vatnið og lögðust svo undir eins á eftir í kuðung, með höfuðin inn að kviðnum, þar sem skuggsælast var undir skógartrjánum. Þannig lá hjörðin að minnsta kosti í tvær klukkustundir, með- an sólin var hæst á lofti. Þá gafst mér gott tóm til að borða brauðsneiðarnar mínar og hressa upp á skorpurnar með vínþrúg- um, því að annars vildi harðnað brauðið standa í manni. Nóg var af þrúgunum á jörðunni, því að ekki þurfti annað en rétta út höndina eftir þeim, svalandi, sætum og ferskum. Þarna óx líka nóg af fíkjum, svörtum og hvítum, og möndlum, — aðeins þurfti maður að kunna að greina trén með þeim sætu frá trján- um með þeim beisku, — og svo var nóg vatn að fá úr lindinni, svalt og endurnærandi í ofurhita hádegissólarinnar. Á eftir var hægt að hvílast, fá sér blund og safna kröftum undir erfiði síð- degisins. Enginn kann eins vel að hvílast og hirðinginn — og allra sízt borgarlýðurinn. Hirðinginn getur látið fara vel um sig hvar sem er: í plógfari úti á akrinum, upp við gamla mosaþúfu, eða hann getur hallað sér upp að heysátu, skýlt sér með kjefiyeh, vefjar- hettinum sínum, fyrir sólarhitanum, látið alla limi líkamans verða máttlausa og hugann hvílast i ró. Svo rennir hann aug- unum út yfir brúnar og gular heiðar og purpuralita velli, og það er söngur í sál hans, og hami heyrir skepnurnar sínar anda rólega, en langt í fjarska fer dráttarvél hægt yfir akra, sem bráðna sundur og breyta svip undan plógnum. Svo sofnar hann, eins og sauðkindurnar hans, í skugga trjánna, og svitaperlur sitja á enni hans, því að hitinn er mikill, jafnvel í forsælunni, og enda þótt hann blundi, er hann þó á verði gegn sjakölunum og öðrum meinvættum víðáttunnar mnhverfis hann. Oft styttir hann sér stundir með því að lesa í bók. En í dag er ég ekki upplagður til lesturs, — hef þó tekið með mér bindi af sögum eftir Charles Lamb, þenna kenjótta trúð, en í dag er Schopenhauer og dapurleg heimspeki hans mér nær skapi. Svo sofna ég, og mig dreymir órólega drauma. En svo er ég vakinn við það, að titrandi höndum er strokið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.