Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 92

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 92
72 LEIKLISTIN EIMREIÐIN an hann dró upp fyrirmyndina í Kaupmannahöfn. Þá var til mótleiks ein skapheitasta leik- kona íslenzk í fullum blóma lífs síns, þá var fyrir svörum í aukahlutverki vínsalans Frið- finnur Guðjónsson, skýrmæltur að vanda og áður búinn að skapa Engstrand snikkara í Afturgöngum Ibsens, sem frú Bramson fær léðan sér til hægri vika. Og þá er líka talið nóg til að réttlæta sýninguna 1929, og þægilegast fyrir aðila að sleppa samanburði við endur- tekninguna í Þjóðleikhúsinu. Fösíudagur, 12. marz: . Piltur og stúlka í 32. sinn í Þjóðleikhúsinu eða sextugasta sýning leiksins í Reykjavík, því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi hann 28 sinnum veturinn 1934 —1935. Svo sem utan máls má skjóta því inn í, að Þjóðleikhús- ið hefur tekið stærsta slagi á gömul trompspil Leikfélagsins með sýningum eins og Gullna hliðinu, Skugga-Sveini og Pilti og stúlku og ætlar enn að spila út í sama lit með sýningum á Nitouche í vor. Það er ekki ónýtt að hafa eignazt Þjóðleik- hús, ef við fáum þar á næstunni Sherlock Holmes, Kamelíufrúna, Tengdapabba og Heimkomuna. Hvemig læt ég? Kamelíufrúin komst að sem La Traviata, og svo er nú Sá sterkasti kominn á stúfana og sýningar boðaðar á Villiöndinni, en nokkuð um liðið síðan Lénharður fógeti og ímyndunarveikin voru á ferð, að maður ekki minnist á opnunar- leikina, Nýársnóttina og Fjalla- Eyvind. Það fer lítið fyrir nýju íslenzku sjónleikjunum í þessu leikritavali og enn minna fyrir sjálfstæðri viðleitni til að kanna nýja stigu. Piltur og stúlka er þjóðlífs- lýsing frá öldinni sem leið. Leik- gerð Emils Thoroddsen hefur öðlazt þegnrétt meðal þakklát- ustu viðfangsefna ungmenna- félaga og annarra félagasam- taka, sem starfa að leiklist í sveitum landsins og kaupstöð- um. Auðvitað var Þjóðleikhús- inu treystandi til að gera skop- lega sýningu úr leiknum, en það þurfti að gera meira, það þurfti að gera fyrirmyndarsýningu úr þjóðlífsmyndasafni Jóns sýslu- manns Thoroddsen. Til að gera skopstælingum sýslumanns við- hlítandi skil, verða allir leik- endur, leikstjóri og málari að þekkja fyrirmyndimar úr eigin þjóðlífi, en ekki leika, sviðsetja eða mála eins og verkefnið sé einfeldnisleg myndskreytt frá- saga fyrir böm. Ef skilgreina á framreiðslu Þjóðleikhússins á þessu leikriti, sem stendur hug og hjarta alþýðu svo nærri, verður það aðeins gert með andstæðuorðum: skrumskæld skrautsýning, þar sem sveitar- menn eru yfirhöfuð sýndir eins og orðið sé skammaryrði, fólkið á mölinni í Reykjavík sýnu verr, eins og verstu rónar. Þeir leik- endur, sem stóðu upp úr, eins og Valur Gíslason og Emilía Jónasdóttir, sýndu aðeins, hve lágt fjöldi hinna lagðist. Laugardagur, 13. marz: Æðikollurinn, minningarsýn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.