Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 32
8
EIMREIÐIN
synlegu sálaránægju í svo mikilvægu efni, og e£ mögulegt væri, að það
gæti skeð með þeim sama manni, Bjarna á Sauðdalsá, sem framvísar
biskupinum þennan seðil. Forlátið mér, minn heittelskaði herra biskup,
mína stóru djörfung og þar af rísandi miklu incommodation í yðar marg-
földu önnum.
Tjörn d 28. Septembris 1811.
Auðmjúkast,
Sœmundur Oddsson.
Sauðdalsárbóndanum varð ekki ýkja mikið ágengt hvað
vanda séra Sæmundar og þeirra Vatnsnesinga áhrærði, hvort
Geir biskup Vídalín lét svo lítið að taka við seðlinum úr hönd-
um hans eða Bjarni varð að láta sér nægja að skila honum til
skrifarans, um það fer engum sögum. Það eitt er víst, að
svarlaus varð hann að ríða sunnan norður, ofan á aðrar hug-
raunir Tjarnarklerks bættist sú að verða að bíða eftir svari
æðsta yfirboðara síns von úr viti, jólafastan hófst og leið hjá,
hátíðarnar sömuleiðis. Það var ekki fyrr en á þorra að hið
langþráða svar herra biskupsins var borið í garð.
Séra Sæmundur braut bréfið og las, og ekki laust við að
um hann færi. Hann leitaði uppi konu sína. Honum var
ómótt er hann loks hóf máls:
— Aðrar eins annir er örðugt að gera sér í hugarlund! Líttu
á, — hann hefur reyndar blessaður biskupinn orðið að eyði-
leggja fyrir sér sjálft gamlárskvöldið með því að sitja við að
semja svar við rellum fáfróðs sóknarprests.
— Nú, og hvernig hljóðar véfréttin? spurði prestskonan
óuppnæm.
Séra Sæmundur fékk ekki varizt því að varpa öndu, en
fullur lotningar handlék hann biskupsbréfið.
— Hann þvertekur fyrir að eg megi nota berjalög eða mjöð
og allra sízt vatn.
— Þessu var við að búast, sagði prestskonan.
— Vera má að svo sé, og eru þó vínber okkar berjum fremti
að því einu, að þau njóta meiri náðarsólar. . . Þá lætur hann
þess getið, að þar syðra fáist rauðvín fyrir 8 mörk potturinn
og madeira fyrir 9 mörk, sé það að vísu dýrt en svo sterkt að
vel megi blanda það vatni að tveim þriðju og skorar hann