Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 56
NiSur móðurmálsins
eftir Bjama M. Gíslason.
Er nú of seint að bœta við stöku-brotið
og blessunar þinnar að njóta, Ijóðmjúka liönd,
sem þreifaði um hjartað, þegar ég yfirgaf kotið,
sem þrá eftir einhverri bjartri og fjarlœgri strönd?
Það atlot var eins og streiigspil með stígandi slögum,
er stjörnukyrrðin læðist um barnsins sál.
Nú leita ég aftur að upprunans horfnu dögum,
þeim orðanna leik, sem raunar var stuðlað mál.
Ég man þessa hrynjandi háttu í brjósti mínu,
sem hjartað fylltu með barnslegri þakkargjörð.
Mér fannst að mig vantaði aðeins örstutta línu,
og erindi drottins var rakið á þessari jörð.
Því vildi ég gera strandhögg með stökubrotið,
stœkka það, hefja það, bak við hinn volduga sjá.
Ég hlustaði á skáld, sem fé og frægð höfðu hlotið,
en fann ekki neinn, sem gat botnað visuna þá.
Þeir framandi voru — og bernskugullið sem glóði
var gefið mér einum sem ókomið fyrirheit.
Þau öx, sem vér finnum i orðsins dulræna sjóði,
eru ávextir lífsins frá daganna þungu leit.