Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 79
EIN LEIÐ TIL EMBÆTTIS
55
Sveinsstaðir um sex km. leið frá fellinu, sem lagði til efnið.
En ég átti erindi að Hnausum. Sveinbjörn bóndi vissi ég
að átti rauðjarpan hest falan, ungan en fullharðnaðan dugn-
aðarhest, sem átti að vera vel reitt og myndi þó ekki í gæð-
inga tölu. Þann dreng langaði mig til að láta taka verstu
áfellin af trippunum, ef eitthvað tæki upp á að verða veru-
lega meinlegt á leiðinni. Höfðu farið á milli okkar orð um
hugsanleg viðskipti, og töluðum við meira um þau um kvöld-
ið, en gerðum kaupin um morguninn eftir. Fékk ég klárinn
á eitthvað kringum 300 krónur, og var það gott verð eftir
ðtsjón, en nokkur galli á, að sá rauðjarpi var óhemja á bak
að fara, varði ístað á meðan þess var nokkur kostur, en rauk
síðan. Aðrir eiginleikar voru eftir beztu vonum: vænleikur,
gangur, vilji og þrek. Fór ég þjóðveginn út að Stóru-Giljá,
en Reykjabraut þaðan um framanverða Ása og enn með hægð.
Er. það réttnefni að kalla það svæði Ása, því þeir eru þar
margir og flóar breiðir á milli þeirra. Er það gott land undir
bú en fegurðarlítið nær sér, þótt fjallasýn sé þar fögur, fjöl-
hreytt og mikil, ber þó mest á Vatnsdals- og Svínadalsfjalli
sunnan og suðvestan við Ásana, skilur þau fjöll Sauðadalur.
Elæs þar stundum óþyrmilega fyrir fjallaendana. Kallast þær
á í rumbunum, Axlaröxl að vestan og Reykjanibba að aust-
an. og vandséð hvort allt eru blíðmæli, að minnsta kosti
þótti mér óvingjarnlega þjóta frá þeim, þegar kom austur
nndir vesturenda Svínavatns. Var þar kominn fullorðinn út-
sYnningur, rambandi byljaveður með lamnings-krapaslettingi.
hóttist ég stýra í stóru og notaði byrinn liðuga bæjarleið norð-
‘'Ustur að Tindum á Ásum og leitaði þar að húsum, og var
Þó enn snemma, en þar hafði ég kennt áður fyrri og verið
Vel látinn. Var svo enn, og settist ég þar að sannarlega feg-
lr*n gistingunni.
Ear var kátt á hjalla um kvöldið. Talað var um hross, ferða-
^óg, næturstaði og náttúrufar lands og leiða. Ég lét móðan
njása um það af væntanlegri leið, sem mér var kunnugt af
eigin raun. Sigurjón bóndi Þorláksson hafði gefið hrossum
mínum, elzta heimasætan hjálpaði mér að brynna, skoðaði
§Flpina og spurði um háttalag, ætt og uppruna.
hað þótti mér gott tal.