Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 98
74
EIMREIÐIN
honum bókaflutning einnig þann daginn, og þá hann það.
Lét ég hann svo lönd og leið einan og gangandi með vel 30
km. bæjarleið framundan.
Mjög er víðsýnt í Möðrudal, sér norðvestur með Víðidals-
fjöllum og út um Mývatnsörævi víða, vestur um allt Ódáða-
hraun og suður um Kverkfjöll og Vatnajökul, en ekki er flat-
inn umhverfis bæinn auðkennalaus heldur. Rísa þar bæði
fell og hólar eins og eyjar úr hafi. Mætti telja mér trú um,
að mishæðir þær sumar væru eldvörp forn, og er ekki langt
til slíkra dæma vestan Jökulsár. Að lokum lónaði ég frá Möðru-
dal að aflíðandi hádegi fyrst um flata nokkurn suðaustur með
Staðaránni, er þar rennur við tún, og síðan upp í vestri fjall-
garðinn austan bæjarins. Eru fjallgarðarnir tveir og sandfláki
á milli: Geitasandur.
Möðrudalsfjallgarðar eru lítt grónir og ekki er sandurinn
frjósamlegri, en fyrir austan þá fellur Lindará á milli eystri
fjallgarðsins og Grjótgarðsháls; mun hann heita svo sökum
berggangs eins er örlar þar á og lítur út sem eins konar trölla-
hlöð, enda munu vera munnmæli til um stórkonuverk á hon-
um.
Er grónara með Lindará en vestar og fer að aukast gróður
við leiðir, svo og fjölga vötnum í lægðum. Austur á Grjót-
garðsháls hafði ég ekki einasta haft ruddan veg eftir að fara,
heldur og slóðir beggja þeirra manna, sem á undan voru farn-
ri, en á hálsinum hafði fjárreksturinn haldið sunnar en aðal-
leiðin lá, og sá ég ekki merki hans eftir það. Dreif þá og yfir
él ofan á fölið, sem fyrir var, og hvarf þá hin slóðin einnig.
en til vegar sá og var óvandratað, þótt leiðari væri ferðm
þegar langsýnið hvarf. Það vissi ég af leiðarlýsingu Jóns bónda
í Möðrudal, að þá átti ég eftir aðeins einn ás ófarinn að Ranga-
lóni, sem er eyðibýli við veginn, en sem honum var kunnugt
um að ég þekkti að nafni, því þar var uppalinn einn bekkjan
bróðir minn, en mágur hans sjálfs. Og ásinn sá hafði eftm-
minnilegt nafn, hét Sænautafell. Fleira var þar kennt við
nautgripi slíka, því meðfram fellinu að austan var mér sagt
af Sænautavatni og sunnan við það Sænautaseli. Kom þetta
allt í Ijósmál hvað af öðru, meira að segja bærinn í Sænauta-
seli, því élið birti upp áður en ég kom að Rangalóni. Vant-