Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 80
56
EIMREIÐIN
2.
Nóttin leið, en lítið batnaði veðrið. Um morguninn var
kreppuhríðar-ræpa, úrkomudrjúg og frámunalega viðbjóðs-
leg, stórar gráar flygsur fleygðust að manni eins og þeim
væri hrækt í fyrirlitningu og hittu, fannst mér, flestar. En
ekki tjóaði að bíða. Embættið kallaði. Ég klæddi mig í olíu-
buxur í bæjardyrunum, dró á mig skinnvettlinga með víðuni
stinnum laska utan yfir ullarvettlinga, og fór í olíustakk, sem
hélt að löskunum.
Ég var spurður um, hverju ég ætlaði að ríða fyrst og hafði
sagzt mundu taka Svaða undir hnakkinn; hann hefði gott af
að venjast mér í hlífðarfötunum, og þannig hefði ég meira a
milli moldar og kropps, ef hann fleygði mér.
Það þurfti hestelskasta heimasætan að sjá, ef til bæri, og
fylgdi okkur föður sínum til húsa að standa nær þeim leik-
Þar var nú ekki hátt með hnakkinn til baksins, en gjörð
þurfti folinn drjúga, því útlögur voru miklar og hann fc>r
að engja sig og kreppa, þegar er á hann kom reiðver, svo
að ég varð að lengja reiða, þótt af stærri hesti hefði verið
sprett.
Þegar hrossin voru öll tygjuð, kvaddi ég Sigurjón með
kossi og beztu þökkum, en geta megið þið til um heimasæt-
una. Víst er, að hún fékk að sjá hrekki. Svaði brá á sitt ráð,
þegar er hann fann lagðan upp taum, og vatt sér að mér, svo
að hrossin með mig á milli sín urðu öll fyrir framan hann,
stakk sér mannlaus og fékk þá taumaflækjuna um hausinn og
hóstið, hörfaði aftur á bak og rak lendamar í brúnhvassa
hesthúshurðina, sem heimasætan hélt opinni sér til skjóls i
hregginu, hrökk fram annað sinn og þá svo gott sem undn'
hönd mér. Greip ég þá ístaðsólina, sem frá mér vissi yfir
hnakkinn og hengdi mig á hann með hnakkkúluna í handa-
krikanum og ætlaði, að við skyldum verða samferða eitthvað
fyrst, hvað sem hann tæki upp. Vom þá trippin aftur orðin
honum á báða bóga og Hnausa-Jarpur steinhissa framan við-
Svona illa lét auk heldur ekki hann sjálfur. Þarna hikaði
Svaði og kippti höfði yfir bak Jarps, naut ég þeirrar biðai'
og vatt mér á bak og náði báðum ístöðum. Þarna stóð hann