Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 71
HÖFUM VÉR EFNI Á AÐ BÍÐA? 47 hernámsárunum sá hertogi, sem hvorki íágurmæli né o£ur- vald fékk sigrazt á. En stönzum við Eddu, þessa helgu bók fræðaþyrstrar og skáldskaparunnandi alþýðunnar íslenzku á nauðöldum hennar. Vitandi vits skrifaði Snorri þetta furðu- lega rit, til þess að á því næði að brotna sú bylgja erlendrar skáldskaparstefnu, sem flæddi yfir landið á svipaðan hátt og jass- og slagara-alda nútímans — og ógnaði hinni fornu erfða- menningu. Og sjá, — það undur gerist, að þá er hún hefur Hætt yfir, vex upp af fræi hinnar útlendu skáldskapartízku °g hinni fornu kveðskaparhefð einn og sami viður, nýr, sér- kennilegur, en rammíslenzkur, ríman, síðan vitazgjafi alþýð- fegrar skáldmenningar, — og samtímis er fyrir því séð, að hinni mildu góðsmóður Maríu telst lof bezt vandað á þann veg að helga henni skrautform hinnar fornu og heiðnu ljóð- hefðar, hrynhenduna. Mikill var Snorri — og furðuleg og feiknum þrungin er harmsagan um víg hans — var einmitt einn hinn markvísasti konungur Norðmanna, sem stofnaði til þess vígs, og verkfærið hinn fyrsti viðurkenndi og heiðri krýndi íslenzki fulltrúi framandi valds. Næmur var Matthías Jochums- s°n á hið dulramma í þessum örlagaleik — og mundi hið skuggalega við þann leik betur túlkað fyrir nemendum en með lestri kvæðis Matthíasar um víg Snorra? Er þegar ærið Þungt og feiknlegt yfir fyrstu vísum þessa kvæðis: „Þyngdi í lofti þögult kvöld, það var á grimmri Sturlu-öld snemma hausts; frá himna-sal horfðu niðr í Reykholtsdal sjónarvottar sögu-geims ... Yfir brattan Baulu-tind blóðug streymdi segullind eldi glík og óþrotleg, yfir loftið ruddi veg — aldarfarsins ofsi og blóð eldibröndum skrifað stóð. Fjöllin blésu forn og köld frosti gegnum heiðríkt kvöld, jökulblæ á bjarga-sal Balls- úr -jökli og Þórisdal: Það voru náköld norna ráð; nötraði af hrolli syndugt láð."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.