Eimreiðin - 01.01.1958, Side 71
HÖFUM VÉR EFNI Á AÐ BÍÐA?
47
hernámsárunum sá hertogi, sem hvorki íágurmæli né o£ur-
vald fékk sigrazt á. En stönzum við Eddu, þessa helgu bók
fræðaþyrstrar og skáldskaparunnandi alþýðunnar íslenzku á
nauðöldum hennar. Vitandi vits skrifaði Snorri þetta furðu-
lega rit, til þess að á því næði að brotna sú bylgja erlendrar
skáldskaparstefnu, sem flæddi yfir landið á svipaðan hátt og
jass- og slagara-alda nútímans — og ógnaði hinni fornu erfða-
menningu. Og sjá, — það undur gerist, að þá er hún hefur
Hætt yfir, vex upp af fræi hinnar útlendu skáldskapartízku
°g hinni fornu kveðskaparhefð einn og sami viður, nýr, sér-
kennilegur, en rammíslenzkur, ríman, síðan vitazgjafi alþýð-
fegrar skáldmenningar, — og samtímis er fyrir því séð, að
hinni mildu góðsmóður Maríu telst lof bezt vandað á þann
veg að helga henni skrautform hinnar fornu og heiðnu ljóð-
hefðar, hrynhenduna. Mikill var Snorri — og furðuleg og
feiknum þrungin er harmsagan um víg hans — var einmitt
einn hinn markvísasti konungur Norðmanna, sem stofnaði til
þess vígs, og verkfærið hinn fyrsti viðurkenndi og heiðri krýndi
íslenzki fulltrúi framandi valds. Næmur var Matthías Jochums-
s°n á hið dulramma í þessum örlagaleik — og mundi hið
skuggalega við þann leik betur túlkað fyrir nemendum en
með lestri kvæðis Matthíasar um víg Snorra? Er þegar ærið
Þungt og feiknlegt yfir fyrstu vísum þessa kvæðis:
„Þyngdi í lofti þögult kvöld,
það var á grimmri Sturlu-öld
snemma hausts; frá himna-sal
horfðu niðr í Reykholtsdal
sjónarvottar sögu-geims ...
Yfir brattan Baulu-tind
blóðug streymdi segullind
eldi glík og óþrotleg,
yfir loftið ruddi veg —
aldarfarsins ofsi og blóð
eldibröndum skrifað stóð.
Fjöllin blésu forn og köld
frosti gegnum heiðríkt kvöld,
jökulblæ á bjarga-sal
Balls- úr -jökli og Þórisdal:
Það voru náköld norna ráð;
nötraði af hrolli syndugt láð."