Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 52
28
EIMREIÐIN
„Segðu mér hvernig það var í Chicago,“ sagði ég.
„Ó, ég hef sagt þér allt um það.“
„Segðu mér hvernig þú giftist."
„Ég hef sagt þér það.“
„Var bréfið sem þú fékkst á mánudaginn — frá henni?“
„Hvað annað. Hún er alltaf að skrifa. Hún hefur góðar
tekjur af staðnum."
„Þín bíður góð aðkoma, þegar þú hverfur heim.“
„Vissulega. Hún rekur staðinn ágæta vel. Hún mokar upp
peningum."
„Heldurðu að við vekjum þá ekki með hjalinu?" spurði ég.
„Nei, þeir heyra það ekki. Og þeir sofa hvort sem er eins
og svín. Ég er öðruvísi," sagði hann. „Ég hef áhyggjur."
„Talaðu lágt,“ sagði ég. „Viltu revkja?"
Við reyktum kunnáttusamlega í myrkrinu.
„Þú reykir ekki mikið, signor Tenente.“
„Nei, ég er um það bil að hætta því.“
„Jæja, sagði hann. „Það gerir þér ekkert gott, og ég býst
við þú verðir þannig, að þú saknir þess ekki. Hefur þú nokk-
urn tíma heyrt, að blindur maður vildi ekki reykja af því
hann gat ekki séð reykinn?"
„Því trúi ég ekki.“
„Ég held sjálfur það sé kjaftháttur," sagði hann. „Ég heyrði
þetta einhvers staðar. Þú veizt hvernig maður heyrir ýmislegt.1
Við þögðum báðir, og ég hlustaði á silkiormana.
„Heyrir þú í þessum fjandans silkiormum?" spurði hann.
„Það er hægt að heyra þá tyggja.“
„Það er skrýtið," sagði ég.
„Heyrðu, signor Tenente. Er eitthvað að þér fyrst þú get-
ur ekki sofið. Ég heyri þig aldrei sofa. Þú hefur enga nótt
sofið síðan ég kom til þín.“
„Ég veit það ekki, John, sagði ég. „Ég fór mjög illa síð-
astliðið vor, og það angrar mig á nóttunni."
„Það er komið eins fyrir mér,“ sagði hann. „Ég hefði aldrei
átt að fara í þetta stríð. Ég er of veiklaður.“
„Kannski batnar það.“
„Heyrðu, Signor Tenente, til hvers fórstu eiginlega í þetta
stríð?“