Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 44
20 EIMREIÐIN að segja: „Jafnaðu um hann, Hemingway. Jafnaðu um hann“.“ Meðan stóð á Parísardvölinni neitaði Hemingway oft góðum boðum um blaðamennskustörf og bjó beldur við þröngan kost til að geta skrifað eins og honum sýndist. Það hefur stundum sézt glytta í íþróttamanninn gegnum rithöfundinn Hemingway. Hann hefur talað um að vera sig- urvegari (champion) og þótt hann væri sleginn í gólfið af ein- hverjum aðvífandi garpi, fyndist honum það ekki umtals- vert, enda væri það barsmíð, sem sigurvegarar vrðu að þola. Og það má til sanns vegar færa, að Hemingway hefur verið sigurvegari á ritvellinum, þótt hann hafi legið í gólfinu endr- um og eins. Einkalíf hans hefur verið átakamikið, engu síð- ur en hið opinbera líf. Hann er fjórgiftur, en þrjár fyrstu konur hans voru allar frá St. Louis. Hann skildi við fyrstu konu sína árið 1927. Faðir hans dó fyrir eigin hendi árið eftir. Sama ár og hann skildi við fyrstu konu sína, giftist hann Pauline Pfeiffer, blaðakonu við Vogue, og þrettán ár- um síðar var hann skilinn við hana og giftur Mörthu Gell- horn, rithöfundi. Hann er nú giftur Mary Welsh. Heming- way á þrjá syni, einn með fyrstu konu sinni og tvo með Pfeiffer. Enginn þeirra, en tveir eru búsettir í Afríku, hafa fetað í fótspor föður síns, hvað skáldskapinn snertir. Einn þeirra hefur sagt, að hann hafi aldrei skrifað staf um ævina, utan nafn sitt á víxla, og geta það verið þýðingarmikil skrif, engu síður en önnur. Dauði föður hans hafði mikil áhrif á Hemingway. Þeir höfðu verið mjög samrýmdir, en faðir hans var læknir í Oak Park í Illinois. Hafa ritskýrendur látið ligg'ja að því, að fyrirmyndin að bókarlokum í Vopnin kvödd sé sótt til dauða föður hans. Foreldrar Hemingways voru mikils- virtir. Seinna undruðust nágrannarnir „hvernig drengur, al- inn upp í guðstrú og góðum siðum, gæti ritað svo vel um djöfulinn og undirheimana," eins og einn þeirra orðaði þa<5, eftir að Hemingway var orðinn frægur. Hemingway hefur verið fundið ýmislegt til foráttu sem rit- höfundi. William Faulkner, skáldbróðir hans og landi, hefur sagt, að hann hefði litla hetjulund; hann hefði aldrei haett sér út á hálan ís og aldrei notað orð, sem hefðu orðið til þeSS; að lesandinn þrifi til orðabókar til að sjá, hvort það vaeri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.