Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 14

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 14
Sir William Craigie — Aldarminning — eftir dr. Björn Karel Þórólfsson. Sunnudaginn 13. ágúst s.l. átti hinn frægi brezki málfræðingur og íslandsvinur, Sir William Alexander Craigie, 100 ára afmæli. Hann fæddist 13. ágúst 1867 í Dundee á Skotlandi. Foreldrar hans voru bæði skozk að þjóðerni, og var lágskozka töluð á heimil- inu. Móðir hans var af háskozkum ætturn, og minntist hann þess, er faðir hennar var að kenna honum þriggja eða fjögurra ára gömlum gelsku, forntungu Háskota. Háskólamenntun hlaut Craigie fyrst í St. Andrews á Skotlandi, en frá 1888 í Oxford. Helztu lærdómsgreinar voru gríska og latína og bókmenntirnar á þeim tungum, enda var lærdómur í þeim fræðum talinn aðalsmerki sannrar menntunar. En auk hinna klass- isku fræða lagði Craigie á háskólaárum sínum meiri stund á nýrri þjóðmál en algengt var um þá, er leituðu menntunar í brezkum háskólum. Hann las frönsku og þýzku, en nám þeirra tungna var meiri erfiðleikum bundið þá en nú á dögum. Einnig las hann Norðurlandamál, og er eftir honum haft, að hugur hans á þeim hafi vaknað við það atvik, er kunningi hans gaf honum ljóðakver

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.