Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 18

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 18
198 EIMREIÐIN lagði hann síðustu hönd á hið mikla en gallaða safnrit þeirra Guðbrands Vigfússonar og York Powells, Origines Islandicæ. Guð- brandur dó eins og fyrr segir 1889 og York Powell dó 1904. Þá var allt ritið komið í próförk og gat Craigie því ekki lagfært það svo sem þurft hefði, en þó eru í því margar leiðréttingar frá hans hendi. Rímur eru sú grein íslenzkra bókmennta, sem hann lagði mesta alúð við. Þess er fyrr getið, að hann skrifaði upp Skotlandsrímur, þegar hann dvaldi í Kaupmannahöfn veturinn 1892—1893, og skömmu eftir heimkomuna til Skotlands birti hann um þær stutta tímaritsgrein á ensku. Skotlandsrímur eru nýjung í rímnagerð, þar sem þær segja frá sannsögulegum viðburði í samtíð skáldsins, en eru ekki kveðnar eftir gamalli sögu. Efni þeirra er frásögn um hið svo nefnda Goamt'-samsæri, sem gert var aldamótaárið 1600 til þess að ná lífi Jakobs sjötta Skotakonungs, en drottning hans, Anna, var systir Kristjáns fjórða Danakonungs. Samsærið mistókst, en brátt var gefin út skýrsla um það, sem var þýdd á dönsku 1601, og eftir dönsku þýðingunni eru rímurnar kveðnar. Höfundur þeirra, síra Einar Guðmundsson, var prestur að Stað á Reykjanesi á fyrri hluta seytjándu aldar, sleppti kalli 1635. Craigie gaf rím- urnar út 1908 á vegurn Clarendon Press, sem er forlag Oxfordhá- skóla. í formála telur Craigie tvær ástæður til þess, að hann birti þær á prenti, rímurnar beri vott um áhuga á frægum viðburði í sögu Skotlands, og einnig séu þær sýni merkilegrar greinar íslenzkra bókmennta. Útgáfa Skotlandsrímna er að öllu leyti svo vönduð sem verða má. í inngangi er gerð grein fyrir bragarháttum þeirra og er, eins og Valtýr Guðmundsson segir í ritfregn í Eimreiðinni 1909, stórfurða að sjá, hve útgefandinn er vel að sér í rímnahátt- um og glöggskyggn á einkenni þeirra. Framan við rímurnar, aftan við sjálfan innganginn, er prentað á íslenzku æviágrip síra Einars Guðmundssonar úr prestaævum Sighvats Grímssonar Borgfirðings. Telur Valtýr ólíklegt, að Sighvat hafi órað fyrir þvi, þegar hann var að semja prestaævir sínar, að kafli úr þeirn rnundi koma á prent hjá Clarendon Press. „En nú er þó svo komið fyrir töfrabrögð dr. Craigies,“ segir Valtýr. Bæði Craigie og Valtý var ljóst, að Skot- landsrímur eru engan veginn í tölu þeirra rímna, sem bezt eru kveðnar. Símon Dalaskáld orti rímur af Ingólfi Arnarsyni, sem komu á prent 1912. Um þær kvað Craigie þessar vísur til Símonar:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.