Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Side 26

Eimreiðin - 01.09.1967, Side 26
206 EIMREIÐIN svo dreymdi mig alveg hræðileg- an draum í morgun. Hvað dreymdi þig? spurði stúlkan með hárspennur í munn- inum og hneppti að sér briósta- haldaranum með ótrúlegri leikni um leið og hún færði sig í svart- ar buxur á helgidegi. Augu hennar voru lokuð og um kyn- lega himna augnanna þutu rauð blóðský: Hefurðu tekið eftir því, þegar þú herpir saman augun, að þú átt þér svartan íhvolfan himinn með blóðflekkjum, enda- lausan leifturhiminn, sem hreyf- ist svo hratt að þig verkjar? Ég gat ekkert sofið í alla nótt. Nema rétt í morgun. Og þá dreymdi mig þennan voðalega draum, sem ég man ekki. Og svo vakti krakkinn mig. Hvar er Hann? spurði stúlk- an blátt áfram eins og af göml- um vana. Hún brosti til barns- ins, sem teygði til hennar hend- urnar af gólfinu gxátandi, og úr tannlausum munni þess rann slefan eins og silfurstrengur nið- ur á hvítan smekk. Hvernig ætti ég að vita það? Mér hefur ekki verið tilkynnt um það. Hann er ekki vanur að tilkynna mér um sínar ferðir á nóttu eða degi. Ég má bíða þang- að til honum þóknast að reka trýnið inn um gættina og seðja sig. Djöfullinn hirði hann. Seðja sig? Æ, þú skilur ekkert. En þú átt eftir að reka þig á þetta, vona ég. En Hann kemur áreiðanlega í dag eins og venjulega. Auðvitað kemur hann! Því er nú ver og miður. Stundum óska ég þess að hann komi alls ekki, aldrei. Gilda konan talaði reiðilaust, því hún hafði skaplyndi eins og kýr og kunni ekki að stökkva upp á nef sér. Loftið þefjaði af kryddaðri síld og súrmjólk, síld- in stóð í dalli í eldhúsgluggan- um, súrmjólkin var etin í morg- un, þegar þær fóru á fætur af gömluin vana. Það hefði ekkert gert til, þótt við hefðum legið áfram, Guðríður mín, því heim- urinn heldur áfram að snúast og aðrir menn halda áfram að vera til, þótt við sofum nætur og daga, og Honum er sama, ekki mundi Hann súta það, ef það væri ekki vegna krakkans, angalórunnar, þá mundi ég leggjast fyrir og biðja að ég þyrfti aldrei aftur að opna aug- un. Líður þér illa? Ertu eitthvað veik? Ég er fárveik og hef verið síð- an ég man fyrst eftir mér. Það kæmi mér ekkert á óvart, þótt ég væri með sykursýki eða inn- vortis blæðingar. Ég yrði ekkert hissa, Guðríður. Ertu kannske með krabba? Það má guð vita, en ég yrði

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.