Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 30

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 30
210 EIMRElfílN um mikla bandaríska sjóher biðu hennar í sælgætisbúðinni, fyrir ofan netahúsið bak við Stöðina. Þeir drukku kók, skröf- uðu og hlógu í hreinum falleg- um búningum, eins og skóla- drengir, og afgreiðslustúlkan horfði á hana úr himneskri fjar- lægð, andlit hennar hvítt og syf j- að, augu hennar köld og tján- ingarlaus eins og í fiski. Þær horfðust í augu og stúlkan sagði mjórri storkandi röddu: Gefðu mér sígarettu, Joey, hann tók um axlir hennar, grannur og lítill með brún augu og stamaði af feimni, þegar félagar hans lilógu. Frostbirtan fyrir utan var glær og húsin skáru sig hvert frá öðru í gulu ísköldu ljósflæði, eins og tilhöggnir klettar, þögul- ir og einmana. Gólfið var atað bráðinni for, sundurtroðnir vindlingastúfar flutu á gólfinu, í hornið hafði verið sópað gler- brotum. Gluggarnir voru hvít- hemaðir og afgreiðslumærin hóf að þurrka af þeim úr sæti sínu, ljóshærð vandlega greidd, óað- gengileg eins og veturinn fyrir utan, augu hennar tilkynntu að hún væri alls ekki til staðar og því síður til viðtals. Þeir buðu henni tyggigúmmí og hún hristi höfuðið lítillega og las í blaði. Brúneygði feimni maðurinn þukklaði stúlkuna, þegar enginn sá, gírugum staðfestulausum höndum, eins og leikfang, þenn- an lifandi reykjandi hlut, sem hló við honum heitkátum aug- um vandræðaleg og glöð, eins og guð hlýtur að hafa verið, þeg- ar hann lauk sköpun heimsins.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.