Eimreiðin - 01.09.1967, Side 32
212
EIMREIÐIN
þá gömlu vera. Faðir hennar
sést sjaldnar og sjaldnar. Hann
hefur öðru að sinna en dóttur
sinni, og hún veit ekkert um
hans störf. Sautján ára verður
hún ástfangin af fertugum kvik-
myndaleikstjóra af Gyðingaætt-
um. Faðir hennar verður æva-
reiður og sendir manninn í
fangelsi. A stríðsárunum les hún
í amerísku tímariti, að móðir
hennar hafi framið sjálfsmorð.
Hálfbróðir hennar, Jasja, er tek-
inn höndum af Þjóðverjum, og
Stalin neitar tilboði að skipta
á þýzkum hershöfðingja fyrir
hann. Jasja er síðar tekinn af
lífi í Þýzkalandi, en heima í
Sovétríkjunum er kona hans
send í fangelsi í tvö ár sam-
kvæmt þeim lögum, að fjöl-
skylda manns, sem lætur óvinina
ná sér lifandi, skuli gjalda þess.
Bróðir hennar Vasilij verður
drykkjusjúklingur. Hún giftir
sig og skilur við manninn þrem-
ur árum síðar. Hún giftist aft-
ur, og fer á sömu leið. Þriðja
hjónabandið nefnir hún ekki.
Faðir hennar er tithrópaður sem
blóðþyrstur einræðisherra nokkr-
um árum eftir andlátið, ogjólk,
sem hún þekkir, fer að tínast
heim úr fangabúðum. Hvernig
á hún að koma heim og saman
þcim ástúðlega föður, sem hún
minnist úr bernsku, fálátum og
hranalegum á fullorðinsárum
hennar og grimmum harðstjóra
að sögn Jieirra, sem gerzt máttu
vita. Hún verður oftsinnis
klökk, þegar hún ræðir um föð-
ur sinn, og vill sífellt kenna
Berja um, hann hafi verið Stal-
ins illi andi. Hún reynir ekki
að veita neina yfirsýn um stjórn-
málastarf föðnr síns, leiðir það
með öllu hjá sér.
I bréfunum fer hún ekki eftir
tímaröð atburða, tekur sér lang-
an tíma að komast að þungbær-
um móðurmissi, en hún byrjar
á frásögn af láti föður síns tíu
árum áður en hún tekur sér
penna í hönd og byrjar þessa
bók, sem hún segist skrifa í
jDeim tilgangi að velta af sér
óþolandi byrði. — Það er 2. marz
1953 að hún er kölluð út úr
frönskutíma í háskólanum og
sagt, að Malenkov biðji hana að
koma strax til Blisnej, en það
var hús föður hennar í Kuntsevo
fyrir utan Moskvu. Þá Krustjov
og Bulganin ber að dyrum um
leið og hún kemur. Þeir leiða
hana inn og segja að Berja og
Malenkov muni segja henni allt.
Faðir hennar hefur fengið heila-
blóðfall. Þjónustufólkið hafði
komið að honum á gólfinu kl.
3 um nóttina. Þarna er fjöldi
lækna og hjúkrunarkvenna,
heimafólk og miðstjórnarmenn,
ráðvana hópur og hljóður. Einn
sker sig þó úr, og það er Berja.
Hún segir: „Hann var í æstu
skapi, og andlit hans, andstyggi-