Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 37

Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 37
BRÉF TIL VINAR 217 horfnir eru langt um aldur fram, hefði ekki verið betra að þeir hefðu fengið að þjóna með- bræðrum sínum. En niðurstaða hennar er, að hún geti ekki dæmt, hafi ekki rétt til þess. Og þar lýkur dóttir Stalins bréfum sínum til vinar. Það, sem hér var tínt til úr bókinni, er tekið úr dönsku þýðingunni, sem Ester Henius þýddi úr rússnesku. Richard Beck: Sumarkvöld við hafið (Á sævarströnd í Victoria, B. C.) Mánasilfruð sundin glitra, sofnar alda á bláum vogi; þrungnir töframætti titra tónar hafs í bárusogi. Heyri ég djúps í hjartaslögum hljóma vakna í barmi mínum; bergmál ljúf frá liðum dögum lyfta hug á vængjum sínum. Út við sjónhring sé ég rísa seglin björt í kvöldsins roða, veg til hafnar vitar lýsa vonaskipum yfir boða.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.