Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 42
DAGUR í AZOREYJUM
Ferðasaga
eftir
Einar Guðmundsson.
Við lögðum af stað 102 farþeg-
ar á Gullfossi hinn 17. janúar
1967, og var ferðinni heitið til
Azoreyja. Þegar beygt hafði verið
fyrir Reykjanes, var stefnan tekin
á Sankti Mikjálsey (Sáo Miguel).
Til Ponta Delgada, höfuðstaðar
Azoreyja á St. Mikjálsey, komum
við eftir rúmlega 5 sólarhringa
siglingu sunnudaginn 22. janúar
kl. 8 að kvöldi. Okkur seinkaði
um nokkrar stundir vegna brims.
Fögur er sjóhröktum fold —, segir
máltækið. Myrkur var rekið yfir
að vísu, og við misstum af lang-
þráðri landsýn að kalla, grilltum
einungis ljós í þorpum á St. Mik-
jálsey, er við sigldum lengi fram
með í drungalegu rökkrinu. En
eftir margra daga skak í 7—11 stiga
vindi, þegar við vorum minnt á,
að
Sálin er svo sem að láni
samtengd við líkamann, —
var ekki um slíka smámuni að
sakast. Enda var gert ráð fyrir að
dveljast 36 stundir í eynni, svo að
allgóður tími var til stefnu.
Logn var og dumbungur þetta
kvöld. Lofthiti var 14° C., en sjáv-
arhiti 17° C. Veðursæld er frábær
í Azoreyjum. Vetrarríki þekkist þar
ekki. Hiti verður lægstur 12° C.
í janúar, en fer vart yfir 30° C.
á surarum vegna svalra vinda At-
lantshafsins. Tjón af völdum felli-
bylja er stundum nokkurt; felli-
byljirnir Carrie, 1957; Flóra og
Hanna, 1959, ogDebbie, 1961, koma
Jjar við sögu. Og íbúar margra
Azoreyja eiga við jarðskjálfta, eld-
gos og öskufall að stríða. Vila
Franca do Campo, rúma 20 km frá
Ponta Delgada, var fyrr meir höf-
uðstaður Azoreyja. En í miklum
jarðskjálfta í október árið 1522
hrundi háls einn norðan borgar-
innar og gróf 5000 manns lifandi.
Aðeins 70 menn komust lífs af og
sumir Jjeirra ekki með réttu ráði.
Eftir Jjað var skipt um höfuðstað.
Azoreyjar eða A^ores, eins og
eyjaskeggjar nefna þær sjálfir á
tungu sinni, portúgölsku, eru níu
alls og draga nafn af a^ores, fálk-
um — eða milhafres, sem af mis-
gáningi voru taldir vera fálkar, en
eru músvákar. Það úði og grúði
af jjeim fugli fyrr meir í eyjunum.
Sá fugl hefur ekki enn flutzt til
íslands, þótt góður flugfugl sé.
St. Mikjálsey er stærst Azoreyja,
747 ferkílómetrar. Hún er tæpir 66
km að lengd, en rnest 15 km að
breidd, íbúar um 180 þúsundir, af