Eimreiðin - 01.09.1967, Side 43
DAC.UK í AZOREYJUM
223
þeini eru 36 þúsundir í höfuð-
staðnum. íbúar Azoreyja eru alls
350 þúsundir. Á St. Mikjálsey er
náttúrufegurð talin vera mest í
eyjunum, þótt íbúar Picoeyjar státi
af hæsta tindinum, þ. e. Pico, 2351
m. Á hnúknum þar festir stundum
snjó í fáeina daga á vetrum og
jjykir höfuðprýði. En græn og blá
stöðuvötn í útbrunnum eldgígum
á St. Mikjálsey, og hverasvæði
Furnasdalsins með gróskuríkum
laukagörðum í miðju eldfjalla-
svæði eyjarinnar, eru stórbrotin og
laða til sín fleiri ferðalanga en
annað, sem hinar eyjarnar hafa
fram að bjóða.
Portúgalar námu land í Azor-
eyjum eftir árið 1439. Hinrik sæ-
fari hafði landkönnuði og ævin-
týramenn í hávegum við hirð sína,
og fyrir hans frumkvæði hófst þar
landnám, en hann sat þar aldrei
sjálfur. Flin mörgu torg og stræti
í Azoreyjum, sem kennd eru við
Hinrik sæfara, benda til, hve mik-
ils liann er metinn þar. í hverri
borg Azoreyja er líkneski af Hin-
riki sæfara, kóngssyninum, sem
vakti áhuga Portúgala á sigling-
um og gerði Portúgal að sjóveldi.
Á þjóðhátíðum er víða lagður
blómsveigur á fótstall steinsæfar-
ans, er starir út í fjarskann eins
og í leit að ókönnuðum sjóndeild-
arlning. Áhöld eru um það í Azor-
eyjum, við hvorn er fleira kennt,
Hinrik sæfara eða Frans frá Assisi,
nafndýrling fjölda kirkna meðal
annars.
íbúar eyjanna eru talsvert bland-
aðir Flæmingjum, sem flýðu frá
Niðurlöndum vegna ofsókna, en
ísabella, systir Hinriks sæfara, átti
þátt í því, að þeir fengu að setjast
að í landnámi bróður hennar.
Einnig eru þeir lítið eitt bland-
aðir Márum.Þrælahald var algengt
á eyjunum framan af og hæst gang-
verð á jjræl svipað og á stórgrip
um skeið, að því er skjalfestir
samningar sýna. En eftir að þræl-
arnir fengu frelsi, blönduðu Portú-
galar smám saman blóði við þá.
Stjórnarfarslega eru Azoreyjar fylki
úr Portúgal og senda 3 jjingmenn
á þing í Lissabon.
Azoreyjabúar stunda sjávarút-
veg, landbúnað og iðnað. Land-
grunnið er ekki stórt miðað við
landgrunn íslands. Fáeinir labra-
dors — landeigendur eiga mestalla
St. Mikjálsey, en þorri þeirra, sem
vinna á ökrunum, eru snauðir kot-
ungar eða daglaunamenn. Hins
vegar fást þar 3 uppskerur á ári.
Að því leyti má til sanns vegar
færa, að landið fæði sína sofandi.
Enda er þar býsna þéttbýlt. Þótt
leiguliðar og búsetumenn lifi við
þröngan kost, þekkjast þar ekki
hörgulsjúkdómar. Helztu útflutn-
ingsvörur eru granaldin (ananas),
te, sykur, vín, kornvörur, ostar,
smjör, niðursoðinn túnfiskur, hval-
lýsi og fleira. Ákveðið er heima í
Portúgal, hvar vörur þessar skuli
seldar, en markaður er einna mest-
ur í portúgölsku nýlendunum og
heimalandinu.
Jesúítar reka menntaskóla í eyj-
unum, en háskóli er Jjar enginn.
Árlega fá nokkrir fátækir stúdent-
ar styrk til háskólanáms í Lissa-