Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 46

Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 46
226 EIMREIÐIN arlegt fyrir Azoreyjamálara fyrr meir virðist hafa verið: víti með eldi og brennisteini og nökturn mönnum, sem reyna að flýja laun syndarinnar. Á einni skreytingu var kölski sýndur í líki blámanns. Þá veitti ég athvgli fögrum mynd- um af Frans frá Assisi, og á einni þeirra var hann ekki aðeins að prédika fyrir fuglum, heldur einn- ig fyrir fiskum. Ég spurði túlkinn, livort hann gæti ekki sýnt okkur tré eða ann- an gróður. Hann fylgdi okkur þá að garði, umluktum á að gizka 7 metra háum trjám, er minntu á myrtu og hann nefndi myrica faya. Taldi hann það vera Azoreyja- afbrigði og sagði, að eyjan Faial drægi nafn af því. Fyrr meir, þeg- ar appelsínurækt var mikill at- vinnuvegur á St. Mikjálsey, voru einatt skjólgarðar um appelsínu- ekrurnar gegn stormum Atlants- liafs úr myrica faya. Einkennilegt er, hve þetta sígræna tré skiptir fagurlega litum eftir birtunni. Þetta kvöld var yfir því líkt og tíbrárglit. Þegar landnemar komu til Azor- eyja, voru þær vaxnar skógi, eink- um liávöxnum sedrusviði, — juni- perus brevifolia. En skógar þessir voru smám saman ruddir til þess að gróðursetja eða sá þar tóbaks- jurt, sykurreyr, maís og ótal mörgu fleiru. Hinn frekar grannvaxni japanski sedrusviður, sem vex nú víða í eyjunum, kvað vera harla ólíkur upprunalegu sedrusviðar- tegundinni þar. Pilturinn fór með okkur inn í forskála St. Pédro gisti- húss, þar sem gild sneið úr juni- perus brevifolia var til sýnis. Trjá- bolurinn, sem sneiðin var söguð úr, fannst í fornu öskulagi í Cete Cidates (Borgunum sjö) á St. Mik- jálsey. Þá er hvelfing í Matriz-kirkju gerð úr fallegum grátviði, er sprott- ið hafði í Furnasdal. Kirkjan var reist á 17. öld. í eyjunum óx líka víða rhamnus latifolia, rauðleitur viður af geitaviðarætt. Á eynni Terceira var frá byrjun 17. aldar ræktað svo mikið af isatis tinctoria — vaðurt —, að heilir skipsfarmar af litunarjurt þessari voru öldum saman fluttir til Eng- lands og meginlands Evrópu, unz indigó var uppgötvað í Asíu. Hins vegar er blómið gult, þótt það liti blátt. Júlíus Cæsar minnist á jurt þessa í Gallastríðinu. Bretar nefndu hana woad. Hann segir: „Bretar lita sig allir með vaðurt, svo að þeir verða dimmbláir á hör- und; en þeim mun illmannlegri verða þeir og ásýndum í orrust- um.“ — Plinius segir einnig frá því, að konur Breta hafi litað líkama sinn með vaðurt í trúarlegum eða trúartáknlegum tilgangi. Spánverjar réðu yfir Azoreyjum í 60 ár, þ. e. frá 1580—1640, og menning á eyjunum ber þess enn nokkur rnerki. Azoreyjabúar hafa til dæmis að taka eins konar nauta- at, en segja má, að það nautaat sé göfgað, þar eð í því er aldrei út- hellt blóði. Framan af fór nautaat eingöngu fram á Terceira, og þar eru naut í þessu skyni alin upp. En fyrir nokkrum árum var stofn-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.