Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 51

Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 51
DAGUR / AZOREYJUM 231 fer Kolumbus hafði siglt í 5 vikur árið 1492 um ókunn höf, án land- sýnar, með áhafnir í uppreisnar- hug, sá liann í október jurtir fljóta í sjónurn, sem nú er talið að verið hafi eichliornia crassipes. Þetta gladdi Kristófer Kolumbus og menn hans, jrar eð það þótti rétti- lega benda til, að land væri í grennd. Blóm þessarar jurtar eru ýmist ljósblá eða hvítleit, blöðin nýrnalöguð, rætur langar. í Banda- ríkjunum er varið miklu fé til þess að halda henni í skefjum, svo að hún tálmi því eigi, að ár séu skip- gengar, t. d. St. Johns áin í Flórida. — Þetta er einhver furðulegasta jurt Nýja heimsins. Lengra í burtu, nokkru hærra í garðinum, komurn við að stórri, sporöskjulagaðri útisundlaug með hveravatni. í lauginni var botn- laus pyttur, þar sem útlendingur hafði týnzt fyrir nokkrum árum. Vatnið var sem mórilla. Túlkur- inn tók skál á bakkanum, fyllti hana vatni tir lauginni og sýndi okkur. Þá virtist vatnið nokkurn veginn hreint. Hann sagði, að gest- ir í Terra Nostra, er böðuðu sig daglega í lauginni, teldu, að ösnu- mjólkin, sem Kleópatra baðaði sig úr, hefði ekki verið líkt því annað eins fegurðarlyf og hveravatnið þarna. Á laugarbakkanum spruttu risavaxin barrtré — aurocaria. Satt að segja var á þeim hitabeltisblær. Tvö hundruð ára gamalt hús, sem nefndist Höllin, stóð á hól skamnit frá lauginni. Hallarveggirnir voru hvítir, en greyptir basaltrákum, stíllinn fjölmótaður; þar fyrir neð- an var síki mórautt, er minnti á vígisgröf; í því flutu rneðal annars nykurrósir. Götuslóðar og vegir, flestir bugðóttir, lágu frá Höllinni í ýmsar áttir til forvitnilegra staða ofar í garðinum, svo sem í dropa- steinshellir, þar sem æskulýðurinn snæðir nesti; í burknastóð, er sunis staðar myndar skuggsæla lauf- skála; til lunda af margvíslegum rósarunnum, sverðliljum og jóm- frúliljum og til klettastalls, sem var þakinn caprifolíu. Hún nefn- ist madressilva á portúgölsku. Þegar við gengum franr lrjá há- vöxnum magnolium, hoppaði túlkurinn upp í greinar þeirra, sleit af jreim hvít blómin, er líkt- ust rósum, enda skyld þeim, og sæmdi konurnar einu blómi hverja. Mér flaug í hug málverk- ið: Sjöundi dagur í Paradís, er ég leit svo hólpnar konur. Og það var ekki ófyrirsynju, að einn úr hópnum fór að Jrylja gríska forn- kvæðið Þeokrítos í þýðingu Gríms Thomsens. Hvar, sem Portúgalar hafa setzt að, hafa Jreir orðið kunnir fyrir, hve jreir rækta fagra garða. Þegar árið 1775 lýsti James Cook kap- teinn hinum óvenjulega fögru görðum, er hann sá í borginni Horta á eynni Faial. Garðarnir þar tóku jafnvel fram görðum Portú- gals. Ilmur og litir jurta voru íbú- ununi snar þáttur af lífinu. Við nutum hinnar kyrrlátu feg- urðar garðsins við Terra Nostra alllengi, en Jrað hefði verið margra daga verk að skoða gróður garðs- ins til hlítar. Ekki vonum fyrr yfir-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.