Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Side 56

Eimreiðin - 01.09.1967, Side 56
Hann lagði eyrun við málm- köldum gný lestarhjólanna við brautarteinana, hinu eina, sem rauf hitaþurra þögn næturinn- ar. Konan hans sat hjá honum á stálbitanum, með kjökrandi kornabarn þeirra í kjöltu sér. í daufri skímunni af einu ljós- kúlunni í vagnrjáfrinu, var sem blóð brynni í svörtum, möndul- laga augum hennar. Tárin gerðu þau enn skærari, gnýr hjólanna deyfði andvörp hennar. Orð mynduðust í huga hans, huggandi orð, en væru þau sögð, mundu þau láta hversdagslega í eyrum, missa marks. Því þagði hann. Hann varð gripinn svip- aðri kennd og náð hafði tökum á honum á vígvöllunum. Hann sá skotgröfina fyrir hugskotssjón- um sínum, þar sem þeir lágu þrír saman og spurðu hver um sig, hvern þeirra kúlan mundi hæfa fyrstan, en þegar spennan var orðin óbærileg, hafði hann óskað, að hann yrði fyrir því. Og síðan hafði hann beðið, umvaf- inn myrkrinu. Ekkahljóð frá konunni vakti hann af minningunum. Hún, sem verið hafði styrk og þolin- móð, aflgjafi hans, grét nú eins og barn, sem sér um seinan að það hefur verið blekkt. Hann fékk sviða í augun. Hann leit á hana, ráðvilltur. Hún grét sem fyrr. Hitt barnið lá sofandi ofan á ;;0#0*0«°«0«0*0*0*°*0*0*0«0*0*0*0*0#0*0*0*0*0*0«0»Q»0«0#0#0#0*2tíc »o«o*o«o«o»o«o*o*o»o*o*°*o»o*o*o*o«o»o*o»o*o*o*o*oéo»o*o*o*o*-*- í* r. r. 8 Of 8 FLOTTA- MANNA- LESTIN o«o#o*o#o*o«o*o*o»o*o*o*oi föggum þeirra á bitanum. Hann lyfti því með hægri hendinni, seildist með þeirri vinstri eftir vatnsflöskunni. Hún var tóm. Fjarst við gafl vagnsins heyrð- ust hryglukenndar stunur gam- allar konu, sem bað um vatn. „Vertu þolinmóð,“ mælti hrjúf karlmannsrödd. „Þú færð nóg vatn á himnum áður en langt um líður!“ „Hvenær, sem einhver biður um vatn,“ sagði einhver falinn í myrkrinu, „man maður sinn eiginn þorsta.“ „Þegið þið, ræflarnir!“ mælti sú gamla í umvöndunartón. „Við gjöldum öll synda okkar.“ Það fór kippur um lestina, Hemlarnir veinuðu, hjólin urg- uðu og stönzuðu hægt og hægt. Það fór hrollur um flóttafólkið. Lestin nam staðar, vélin hóstaði, hvæsti gufu, hætti svo að draga andann. Og orðin dóu á vörum fólksins.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.