Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Side 69

Eimreiðin - 01.09.1967, Side 69
LEIKHÚSPISTILL 249 Betra í vonum þar — og nóg um það. Þjóðleikhúsið frumsýndi ósvik- inn franskan ærslaleik undir stjórn Palmers, og nefnist það verk „ítalski stráhatturinn“ — skemmti- leg og kannski ekki óþörf sprett- hlaupaþjálfun fyrir leikendur hins virðulega Þjóðleikhúss, og skilur leikurinn sem slíkur áreiðanlega meira eftir lijá leikurunum sjálf- um en áhorfendum. Og viti menn — Leikfélag Reykjavíkur rýkur líka upp til handa og fóta með franskan gamanleik, „Indíánaleik" eftir René de Obaldia — skemmti- legan og vel gerðan gamanleik, en lítt í frönskum stíl. Þar skapar Brynjólfur Jóliannesson enn einn ógleymanlegan karlfausk, og Guð- rún Ásmundsdóttir leikur þar góð- hjartaða gildaskáladrós af frábærri snilli og tilþrifum. Jón Sigur- björnsson stjórnar leiknum og ger- ir það vel. Framundan er m. a. „íslands- klukkan" í Þjóðleikhúsinu. Um hlutverkaskipan er ekki vitað, en örðugt er að hugsa sér annan í hlutverki Jóns Hreggviðssonar en Brynjólf. Þá tekur Leikfélagið til sýningar tvo einþáttunga eftir Jónas Árnason alþingismann. Þar er því líka á góðu von. Þegar þetta er skrifað hefur rík- isstjórnin boðað dramatískar að- gerðir í efnahagsmálum þjóðar- innar. „Brauð og leiksýningar!" hrópaði almenningar í Róm, þeg- ar allt var að fara til fjandans. Og hér virðist ekki neinn skortur á leiksýningum framundan — hvað sem brauðinu líður. Loftur Guðmundsson.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.