Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 12

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 12
2 EIMREIMN Dr. Kristján Eldjárn er fæddur að Tjörn í Svarfaðardal 6. des- ember 1916, sonur Þórarins Kristjáns Eldjárns bónda J:>ar og konu hans, Sigrúnar Sigurhjartardóttur. Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann stundaði síðan nám í fornfræði við Hafnarháskóla 1936—1939. Mag. art í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslands vorið 1944, dr. phil. við sama skóla 1957. Hann var skipaður þjóðminjavörður 1. desember 1947 og hefur gegnt því embætti síðan. Dr. Kristján Eldjárn hefur verið í stjórn hugvísindadeildar Vísindasjóðs frá 1958, í stjórn Hins ís- lenzka bókmenntafélags frá 1961, formaður örnefnanefndar frá 1959 og kjörinn heiðursfélagi í Vísindafélagi íslendinga 1950. Hann hefur verið ritstjóri Árbókar Hins íslenzka fornleifafélags frá 1949 og birt þar margar ritgerðir um fornfræði og einnig í erlendum tímaritum. Af öðrum ritverkum dr. Kristjáns Eldjárns má nefna bækurnar: Rústirnar í Stöng, 1947, Gengið á reka, tólf fornleifa- Jrættir, 1948, Um Hólakirkju, 1950, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi, doktorsritgerð hans, 1956, Stakir steinar, 1959, og Hundrað ár í Þjóðminjasafni, 1962. Kona dr. Kristjáns Eldjárns er Halldóra Kristín Ingólfsdóttir framkvæmdastjóra Árnasonar frá ísafirði. Dr. Gunnar Thoroddsen er fæddur í Reykjavík 29. desember 1910, sonur Sigurðar Thoroddsen verkfræðings og yfirkennara við Menntaskólann og konu hans, Maríu Kristínar Thoroddsen, fædd Claessen. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1929 og prófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1934. Stundaði síðan framhaldsnám, aðallega í refsirétti, í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi 1935—1936. Prófessor við lagadeild Háskólans 1940— 1947. Aljúngismaður frá 1934—65 og fjármálaráðherra 1959—65, að hann var skipaður ambassador Islands í Kaupmannahöfn. Dr. Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri í Reykjavík frá 1947—59, og bæjarfulltrúi var hann frá 1938—60. Hann var formaður íslands- deildar Þingmannasambands Norðurlanda frá 1945—57 og forseti jress 1947—57, og formaður íslandsdeildar Aljrjóðajringmannasam- bandsins frá inngöngu fslands í Jrað árið 1951. Formaður Norræna- félagsins á íslandi var hann frá 1954, unz hann varð ambassador í Kaupmannahöfn. Hann er heiðursfélagi Tónlistarfélagsins og S.f.B.S. Af ritverkum dr. Gunnars Thoroddsens, auk fjölmargra ritgerða í blöðum og tímaritum, má nefna: Æran og vernd hennar,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.