Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 20

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 20
10 EIMREIOIN hér á landi í þennan tíma verður gleggst ráðið a£ því, að slíkt safn var ekki til í höfuðstaðnum fyrr en 1923, bókasafn var ekki stofn- að í Hafnarfirði fyrr en mörgum árum síðar og árið 1955 var ekkert bókasafn til í Keflavík. Þá var síður en svo, að í öllum þorp- um væru starfrækt lestrarfélög, og til voru sveitir, þar sem eins var ástatt. En víða áttu lestrarfélögin dugandi og áhugasama forustu- menn, sem sáu um að þau lognuðust ekki út af, þótt skólaskylda væri lögleidd. Þó var starfsemi þeirra víðast orðin með litlum blóma, þegar þeir alþingismennirnir Gísli og Skúli Guðmunds- synir fengu samþykkta á Alþingi þá tillögu, að nokkur hluti skemmtanaskattsins skyldi renna til styrktar lestrarfélögum, og var fræðslumálaskrifstofunni falin úthlutun styrksins eftir ákveðnum reglum og félögunum gert að skyldu að senda henni árlega skýrslur um rekstur og fjárreiður. Þessi samþykkt hafði mikil og heillavæn- leg áhrif. Gömul félög voru vakin af dvala og nýtt líf færðist í þau, sem enn voru starfrækt. Árið 1938 reyndust 152 félög í 134 al' hinum 214 hreppum landsins styrkhæf, og árið 1955 voru þau orðin 181 í 160 hreppum. Þá var styrkupphæðin orðin 238.530 krónur — og hafði þó verið klipið af þeim hluta skemmtanaskatls- ins, sem félögunum var upphaflega ætlaður, álitleg upphæð látin renna til annarra þarfa. Það varð að ráði árið 1954, að þáverandi menntamálaráðherra í samstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, skipaði þriggja ntanna nefnd til að semja frumvarp að lögum um almenningsbókasöfn, að undangenginni nokkurri rannsókn á starfi og ásigkomulagi bókasafna og lestrarfélaga. Nefnd- in lauk störfum áður en þing kom saman, og var frumvarpið lagt fyrir þingið þannig breytt, að lækkuð höfðu verið að nokkrum mun öll framlög, að tillögum alþingismanna úr stjórnarflokkun- um, sem til þess höfðu verið valdir að athuga frumvarpið. Það varð síðan að lögum, og komu greiðslur samkvæmt því til framkvæmda á árinu 1956, en bókafulltrúi var skipaður vorið 1955, og hóf hann starf sitt með athugun á högum bókasalna og ráðstöfunum til um- bóta á þeim og stofnunar nýrra safna. Þá reyndust starlrækt 5 bæjar- bókasöfn utan Reykjavíkur, 3 amtsbókasöfn, sem ekki báru lengur nafn með réttu, og 3 sýslubókasöfn — eða alls 12 meiriháttar söfn á öllu landinu, að Borgarbókasafni Reykjavíkur meðtöldu. En með lögunum frá 1955 var landinu skipt í 31 bókasafnshverfi, og skal eitt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.