Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 24

Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 24
14 EIMREWIN live íslenzkir ráðamenn gera sér nanða litla grein fyrir raunvirku hlutverki almenningsbókasafna, að aldrei lieyrist á þau minnzt, þegar fjallað er um mannbætandi æskulýðsstarfsemi og ekki held- ur, þá er ræddar eru umbætur á skólamálum okkar. Þó að öll almenningsbókasöfn hér á landi eigi við að búa óvið- unandi fjárskort, eru þó héraðsbókasöfnin fjarst því að geta þjónað hlutverki sínu. Þau anna yfirleitt ekki öðru en að vera misjafnlega virk sveitarbókasöfn þess kauptúns, sem þau eru í, og að fenginni reynslu er þess ekki að dyljast, að víðtækara hlutverki geta þau ekki gegnt, nema fjárráð þeirra verði svo stórlega aukin, að þau geti öll eignazt góð og hagkvæm hús og haft á fullum launum bóka- viirð, hæfan að áhuga og kunnáttu, sem skipuleggur starfsemi þeirra í þágu héraðsins alls og leiðbeinir bókavörðum sveitanna. Annars má og á það benda, að lágmarksframlag aðila — ríkis og sveitar — til sveitarbókasafna hefur aðeins tvöfaldzt frá 1955, og hámarks- Iramlag ríkisins til þeirra aukizt hlutfallslega mun minna. Eg hef hér ekki tóm til að fara út í þær breytingar á lögum um almenningsbókasöfn, er varða skiptdag bókasafnakerfisins, og ekki heldur nauðsyn þess, að auknurn fjárframlögum og starfrækslu fylgi skipulögð fræðsla bókavarða, helzt í samfelldum skóla, þar sem bæði sé miðað við erlenda reynslu og þekkingarþarfir og við sér- legar aðstæður hér á landi. En ég vona, að einhverjum af lesend- um mínum hafi skilizt það betur en áður, að vöxtur og viðgangur almenningsbókasafna sé menningarleg nauðsyn og að við stöndum þar óhæfilega langt að baki flestum öðrum menningarþjóðum og þá rneðal annars nánum frændþjóðum okkar. Sparisemi á ríkisfé er nauðsyn — og hún getur beinlínis talizt til dyggða, en ráðamenn okkar ættu að vita og skilja, að það gcti að minnsta kosti verið álitamál, hvort fyrst og fremst eigi að spara á þeim útgjaldaliðum, sem varða uppeldi og þar með menningu hinnar ungu kynslóðar. Bækur verða ekki étnar — og ekki verða þær notaðar sem varanlegur ofaníburður í vegi eða sem efni í veggi húsa, en þær geta orðið vegvísir og mörgu öðru skynsamlegri og heilla- vænlegri húsprýði. . . . Og meðal annarra orða: Hvað eigum við, kotþjóðin, bókum að þakka — og hvað væri mannkynið, ef aldrei hefðu komið fram menn sama sinnis og meistarinn, sem rak mang- arana út úr musterinu forðum — og mælti eitt sinn þessi síðan margendurteknu orð: Maðurinn lifir ekki d einu saman brauði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.