Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 31
c ULLSTENG URNA 1{ HVERFA
91
ur, að flugmaðurinn flýtti sér
eins og hann gat að komast af
stað.
Við verðum bara að gæta þess,
að rasa ekki fyrir ráð fram, Óli
minn, sagði Björn á Sandbakka
og klappaði vingjarnlega á öxl-
ina á Óla.
Óli og Björn ræddu lengi um
þennan dularfulla þjófnað, en
komust ekki að neinni niður-
stöðu. Að síðustu létu þeir lokið
aftur á kassann og gengu frá hon-
um, eins og hann hefði aldrei
verið hreyfður.
Ojá, sagði Björn gamli og
dæsti þungan. Ætli hann sé
ekki kominn fram, draumurinn
minn.
Klukkan var farin að ganga
átta, þegar Valur og menn lians
komu heim af sandinum. Þeir
höfðu með herkjubrögðum getað
troðið sér allir í skriðbílinn. Ráð'
gert var, að þegar Oddur flug-
maður kæmi að sunnan flygi
hann beint til leiðangursmann-
anna. En nú hafði hann ekki lát-
ið sjá sig.
Ég skil ekkert í, hvað tefur
Odd, ég vona bara, að honum
hafi ekki hlekkzt á í þyrlunni,
sagði Valur.
Oli og Björn litu hvor til ann-
ars, en sögðu ekki neitt.
Þakka þér innilega fyrir síðast.
Það var gaman að sjá þig aftur,
Björn minn, sagði Valur. Nú,
hvað er þetta, hefur þú ekki
fengið einhverja hressingu, mér
sýnist þú svo óvenjulega daufur
í dálkinn, bætti hann við bros-
andi.
Jú, jú, Óli hefur gefið mér
fyrirtaks kaffi, svaraði Björn og
þvingaði fram dauft bros.
Ég þykist vita, að þú sért kom-
inn til að fá fréttir af sandinum,
sagði Valur glaðlega. Og ég hef
góð tíðindi að flytja þér.
Blessaður, láttu þau koma,
svaraði Björn og það lifnaði
heldur yfir honum.
Það eru nú samt ekki fréttir
af nýjum gullfundi, sagði Valur
kankvís.
Gleymdu ekki beinagrindun-
um, gall Gvendur gæi við.
Óli hrökk ónotalega við og
það var eins og ískaldri vatns-
gusu væri skvett yfir hann.
Það hafa þá ekki allir komizt
frá borði, sagði Björn á Sand-
bakka stillilega.
Þetta voru ekki beinagrindur
úr mönnum, flýtti Valur sér að
segja, heldur úr einhverjum dýr-
um á stærð við tófur.
Ja-há, það hafa verið desmer-
kettirnir, sem munnmæli herma
að hafi verið með skipinu, sagði
Björn ósköp blátt áfram, eins og
hann væri að tala um einhver al-
geng húsdýr.
Góði, segðu okkur eitthvað
frá þessum desmerköttum, bað
Maggi og iðaði í skinninu af for-
vitni.