Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 34
24
EIMREIÐIN
Hefur þú samið þetta sjálfur?
sagði Drífa og það var undrun
og aðdáun í röddinni.
Kannski sumt, svaraði gæinn
og brosti.
E-ég skil þetta ekki vel, það er
svo undarlegt, stamaði Drífa
rjóð í vöngum.
. . . í austur, vestur og hring.
þú verður ekki lengi að læra
tungumálið mitt, sagði gæinn og
hristi lubbann frá augunum.
Allt í einu spratt Gvendur gæi
á fætur og smeygði bandinu á
gítarnum yfir öxlina. Hann
renndi fingrunum yfir strengina
og dillandi danslag ómaði í eyr-
um.
Má bjóða dömunni upp í dans,
sagði gæinn og hneigði sig djúpt.
Ég kann ekki að dansa, hvísl-
aði Drífa, en reis þó á fætur, eins
og í leiðslu.
Ekki spilar þú á gítarinn og
dansar samtímis, sagði Óli og
horfði forviða á gæjann, eins og
hann hefði aldrei séð hann fyrr.
Sá er spældur, anzaði Gvendur
gæi, eins og ég hafi ekki oft áður
bæði spilað og dansað í einu.
Gæinn hneigði sig aftur fyrir
Drífu.
Ég skal kenna þér að dansa,
sagði hann lágri, seiðandi r<)ddu,
tók laust í hönd Drífu og leiddi
hana út á gólfið.
Drífa roðnaði, en sýndi engan
mótþróa. I>að var líkt og hún
gengi í svefni.
Gæinn sleppti ekki Drífu, en
steig nokkur dansspor.
Skyndilega opnaðist kofahurð-
in og Valur og Björn á Sand-
bakka komu inn.
Hvað er það, sem ég sé, þrum-
aði Björn og lét brúnir síga.
Hæ, hökuskeggur, sérðu ekki
að ég er að kenna dömunni að
dansa, sagði Gvendur gæi og
brosti ísmeygilega.
Svei, hreytti Björn út úr sér
með djúpri fyrirlitningu og virti
gæjann ekki viðlits.
Björn sneri sér að dótturdótt-
ur sinni og sagði skipandi róm:
Svona, Drífa litla, nú komum
við heim.
Ég er að ljúka við að hita
kókóið, sagði Óli og hrærði í
litla pottinum, sem stóð á elda-
vélinni.
Uhu, það er sama, jxið getur
beðið þangað til seinna, anzaði
Björn og kastaði kveðju á leið-
angursmennina.
Síðan strunsaði Björn á Sand-
bakka út og Drífa fylgdi afa sín-
um þegjandi.
Skömmu síðar heyrðist drátt-
arvélinni ekið í burtu með mikl-
um gný.
Seint um kvöldið, áður en leið-
ángursmenn gengu til náða, kail-
aði Valur Óla á eintal. Óli þótt-
ist vita erindið. Björn á Sand-
bakka og Valur höfðu rætt málið
fyrr um kvöldið. Nú var úrslita-
stundin komin. Óla leið allt ann-