Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 39

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 39
Bókmenntirnar um Grobbían eftir Tryggva Gíslason mag. art. I. Mikill hluti íslenzkra bók- mennta 17du og 18du aldar er skilgetin afkvæmi evrópskrar menningar, og eins og oft endra- nær er upptakanna að leita suð- ur í Þýzkalandi. Straumþunginn er tíðum ekki ýkja mikill, og áhrifin eru stundum ógreinileg. Ávallt færist eitthvað í kaf. Litir fyrirmyndarinnar dofna og mást, formið velkist, og myndin brotn- ar, en uppi á íslandi er farið ofan í með innlendu litarefni, gamlar skorður eru látnar styðja að, og til verður nýtt verk, ís- lenzk mynd á erlendum grunni. Til gamans verður hér brugð- ið upp mynd, sem telja má, að borizt hafi til íslands sunnan af Þýzkalandi einhvern tíma á 17du öld. Mynd þessari bregð- ur víða fyrir, og þótt form henn- ar sé velkt orðið og sumir lit- irnir hafi máðst út með öllu, eru aðrir skírari og bera erlend- an blæ, stríðan og torkennileg- an í íslenzkri mynd. Hann sker sig úr og vekur til umhugsunar. II. Þegar áhrifum ítölsku endur- reisnarstefnunnar á bókmenntir Evrópu tekur að hnigna og fág- un og glæst venjufesta yfirstétt- arinnar lætur undan síga fyrir siðum nýrra, drottnandi stétta, rís upp í Þýzkalandi bókmennta- stefna, sem varpar fyrir borð siðastrangleik endurreisnarinnar og brýtur sér nýjar leiðir. Höf- undar þessarar nýju stefnu leita til gömlu meistaranna um margt, og heilög ritning er enn sú uppspretta, sem ausið er af, því að í verkum hinnar nýju stefnu hljóma orðskviðir Saló- mons auk spakmæla synduin spilltrar alþýðu. Málið verður skrúðminna og frásagnir ein- faldari og íburðarminni og bera blæ munnlegrar geymdar, enda leita höfundar oft fyrirmynda í alþýðusögum og búa þeim ný klæði. Þjóðsögur og bókmennta- verk þessarar stefnu haldast því iðulega í hendur, og stundum er erfitt að greina á milli þess, sem frá Jrjóðsögum er runnið,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.