Eimreiðin - 01.01.1968, Page 45
bókmenntirnar um grobbian
35
eina rímuna.10 Ýmis orð í Tíma-
rímu gætu bent til beinna
þýzkra áhrifa, enda hefur Jón
sennilega kunnað þýzku, þar
sem líklegt má telja, að hann
hafi verið skólagenginn. En
þetta verður að láta liggja á
roilli hluta, þar sem byggt er á
getgátum.
Eins og áður getur, persónu-
gerir höfundur Tímarímu ýmsa
mannlega eiginleika, svo sem
öfund ranglæti, ágirnd, illmælgi,
lygi, undirferli og ofstopa. Teflt
er fram andstæðum, hinu illa,
Ofund og Rangláti, og hinu
góða, hjónunum Kærleik og
Tryggð, sem hrakin eru og pínd
af miskunnarlausum drottnur-
tun, en sigra að lokum. í frá-
sögn rímunnar kemur fram
miskunnarlaust háð, ádeila á
ranglát yfirvöld. Lýsingar á
þeim eru mjög afkáralegar, og
sveinar Rangláts eru fulltrúar
mannlegra lasta: ofstopa, flá-
ræði, illgirni og lygi, og svo er
einnig um þjónustur konu hans,
Agirndar.
I rímunni kemur einnig fram
það einkenni ‘der grobianischen
Literatur’ að bregða upp afkára-
legum lýsingum á ósiðum eða
venjum persónanna. Má nefna
lýsingu rímunnar á því, þegar
Ofund gamla vígir dómþing son-
ar síns:
sína bölvuðu brjóstamjólk
á bikarinn gjörði hella. 116
Með álögum það gribba gaf
og geðsformála sínum:
„Nú skulu drekka allir af,
eftir vilja mínum.“ 117
Þetta öl um þingið gekk,
þó ei stýrði lukku,
flestir af því fengu smekk,
en furðu misjafnt clrukku. 118
Slepptu dyggð og drengskap þá,
dáð og tryggðum vina,
öllum við það eitur brá
sem eldinn kenndi sina. 119
Ágirnd hljóp um allan hring,
eins og vildi kanna,
hún var að fá sér falleg þing
og fala gripi manna. 120
Veizlusiðir eru ófagrir, þótt ekki
þurfi Jseir að vera ósannir:
Þar skal súpa horna liver,
hver sem niður rennur,
ragna þar til rökkur er
og rautt þeim fyrir brennur. 196
Sagt fyrir skálum skömm og
skapraun, lygi mesta [spott,
upp í eyrun ekki gott,
en afheyrandi hið versta. 197
Verður stokkótt, auð og önd
æruna sumir missa,
brenna ef klappa berri hönd,
en bíta þegar þeir kyssa. 198
10 Lbs 1120 4to.