Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 48
Þeir hittust eitt sinn við eyði-
legan grafreit, hái, axlabreiði
maðurinn með örið fyrir ofan
augað og litli drengurinn á tá-
rifnu skónum.
— Hver ert þú? spurði rnaður-
inn með örið.
— Hver ert þú? spurði dreng-
urinn. Hann fann, að maðurinn
angaði af víni og fékk strax and-
úð á honum.
— Svaraðu mér fyrst, sagði
maðurinn.
— Ekki fyrr en þii segir mér,
hver þú ert, sagði drengurinn.
Þá fór maðurinn burt. Hann
var augsýnilega reiður. Örið yfir
auganu stækkaði, svo sem í að-
vörunarskyni um að hann ætlaði
ekki að láta óviðkomandi strák-
hvolp ónáða sig í annað skipti á
þessum stað.
Drengurinn horfði á eftir hon-
um með ásakandi augnaráði.
Hvað kom þessum ókunna
drykkjusvola við, hver hann var?
Hann liafði ekki farið hingað til
annars en að heilsa upp á mold-
ina, sem huldi móður hans.
Hann kraup á kné við gröfina
og strauk með hendinni yfir
grassvörðinn, eins og til þess að
finna, að móður hans þætti vænt
um hann. Hann var svo einn og
átti að fara langt í burtu til
ókunnugra. — Ég kem aftur,
mamma, sagði hann. — Ég kem
aftur.
Er hann var farinn, hvíldi
BOICIN
ÞUNGA
djúp kyrrð yfir kirkjugarðinum.
Kyrrðin var líkust þungum öld-
um frá víðáttumiklum þúfna-
heiðum oggrýttum fjöllum. Hve
sjaldan kyrrðin var rofin við
þessa gröf, vissu engir betur en
langvíuhjónin, sem sumar eftir
sumar höfðu byggt hreiður sitt
í háu grasinu.
En dag nokkurn var drengur-
inn aftur kominn. Og nú var
hann orðinn að fullvöxnum og
kraftalegum manni. Það var um
vetur. Hann dró sleða með þung-
um steini á. Areynslan við að
draga sleðann yfir skafla og tor-
færur mótaði un°linosle°a and-
o o o
litsdrætti hans.
Þegar hann kom að kirkju-
garðinum, tók hann eftir nýjum
sporum í snjónum og á nokkr-
um stöðum glampaði á vota,
rauða bletti, sem líktust blóð-
blettum. Pilturinn setti undir
sig höfuðið, eins og hann væri