Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 51

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 51
UÓKIN I’UNGA 41 — Það er móðir mín sem hvílir hérna. Hann roðnaði allt í einu, og hann beið fullur eftir- vaentingar eftir svari. Nú varð löng þögn. Ókunni maðurinn mætti augnatilliti unga mannsins og starði í augu hans, eins og þau væru sú þungamiðja, sem lífið snerist um í snöggum hringum. Hér hafði eitthvað gerzt, sem aðeins var hægt að hugleiða í kyrrþey. Löng röð áranna varð að ein- um brennidepli, heljarfargi, sem honum fannst allt of þungt að rísa undir. Hann skalf eins og dauðadæmdur maður, sem á að fara að gera upp reikning lífs síns. Hann hafði raunar alltaf ' itað, að hann átti son, og hugs- unin um að verða eitthvað fyrir soninn hafði gætt líf hans gleði og von. En þá höfðu ósköpin dunið yfir. Hann fékk að vita, að hann gekk með ólæknandi tæringu. Og hví skyldi hann verða til þess að sonur lians hlyti sömu örlög? Nei, hann hlaut að bera örlög sín einn, þangað tii dauðinn breiddi blæju sína yfir þau. Á þessa leið hafði hann hugsað. En nú varð orðið „son- ur“ til þess að vekja upp hugs- anasambönd lífsins og sameina þau í einni einustu hugsun, svo sterkri, að veikbyggður líkami hans varð eins og lostinn slagi. Hann breiddi út faðminn eins og til að faðma unga manninn Bjarni M. Gislason. að sér, en féll svo fremur en hné niður við fætur hans og stamaði fram þessum orðum: — Sonur minn, sonur minn! Ungi maðurinn hafði beðið eftir nánari skýringum, meðan maðurinn þrástarði á hann, en var nú orðinn úrkula vonar um að fá nokkurt svar, vaknaði eins og af dvala. Hugur hans greip orðin „sonur minn“ og freist- aði að tengja þau því, sem liðið var. Hann hafði verið einmana alla ævi, án þess að vita, hvernig hann ætti að geta afborið ein- manaleikann. Að vísu var lífið gjöf, en allt annað en gleðileg gjöf, ef það fengi ekki annað innihald en það, að stjórna líkamanum í samræmi við hvers-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.