Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 54

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 54
44 EIMKEIÐIN var hann tengdur fegurstu draumum hans. Vegna þess hafði hann dregið steininn alla þessa leið að gröf móður sinnar. Hann og steinninn heyrðu hvor öðrum til. Eitthvað eilíft var tengt hon- um í huga hans. Vegna þess gladdi það hann, að föður hans leizt vel á steininn, og án þess að skýra samhengið, sem honurn fannst svo eðlilegt, sagði hann: — Mig langaði að gefa mönnnu það bezta, sem ég þekkti. Faðirinn virtist hafa sofnað. En enda þótt hann lægi graf- kyrr með lokuð augu, náðu orð sonarins eyrum hans og hann svaraði: — Það langaði mig líka, son- ur rninn, en við mennirnir erum svo lengi að læra og þetta dular- fulla líf stjórnar okkur á svo mismunandi hátt. Sonurinn fann viðkvæma snertingu föðurhandarinnar á vanga sínum. Hann leit á hönd- ina. En hvað fingurnir voru magrir og blóðlausir, eins og visnir. En röddin, rödd föður hans, í henni var sterkur og bjartur hreimur, þrátt fyrir hæs- ina. Hvað skyldi hann hafa átt við með þessum síðustu orðum? Ungi maðurinn spurði hógvær- lega: — Voruð þið mamma vinir? Faðirinn reis upp til hálfs, eins og hann ætlaði að fara að gefa ítarlega skýringu, en féll svo strax niður aftur. Kraftarn- ir voru of veikir til að þola sam- anhangandi samtal, hann fékk hóstahviður og átti erfitt um andardráttinn. —- Við skrifuðumst á, sagði hann dálítið snöggt. — Þá hafið þið verið vinir? — Það voru bara sendibréf. — Um hvað skrifuðuð þið? — Ég fékk mörg bréf um þig. — Bað hún þig um að koma? — Hún skrifaði, að augu þín væru eins og ljóð. — Það var skrítið. — Kannske var það af því að hún elskaði ljóð. Svo leit út sem ungi maður- inn hefði glevmt því, sem hann ætlaði að segja. Minning frá liðnum árum gerði liann þögul- an. Frá æskuárunum minntist hann hins kærleiksríka augna- ráðs móður sinnar, þegar hann átti að fara að sofa, og rcidd hennar, er hún fór með versin, hljómaði ennþá fyrir eyrum hans. Hann hafði naumast skil- ið þau eða lært, en þó höfðu þau haft svo rnikla þýðingn fyr- ir hann. Honum var ekki Ijóst á hvern hátt. Ef til vill hafði gerzt eitthvað svipað og þegar hann skreið á fjórum fótum undir barði, til þess að ná í fiðrildi. Ilmandi stráin höfðu kitlað hann í framan, á rneðan hann einbeitti sér að því að veiða skrautfiðrildið. Og jafnvel

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.